Sárafáir dæmi til að fá ellefu þúsund krónur Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 14:00 Ísak Ernir Kristinsson hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Útborguð laun dómara fyrir leik í Subway-deildunum í körfubolta eru rétt rúmar ellefu þúsund krónur. Dómarar þurfa meðal annars að mæta á leikstað klukkutíma fyrir leik og starfinu fylgja ýmsar aðrar kvaðir sem ekki er greitt aukalega fyrir. Á þetta bendir einn þekktasti körfuboltadómari landsins, Ísak Ernir Kristinsson, í pistli á Facebook. Þar vísar hann jafnframt í skrif Björgvins Inga Ólafssonar, formanns barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem kallar eftir því að dómurum og þjálfurum sé borgað „almennilega“. Samningar á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands eru lausir og Ísak segist vonast til þess að nýir samningar endurspegli betur vinnutímann og það vinnuframlag sem dómarar leggi á sig. Dómarar fái aðeins 20.200 króna verktakagreiðslu sem fyrir flesta launþega landsins þýði útborguð laun upp á 11.236 krónur. „Ég er oft spurður hvort laun dómara séu ekki góð í úrvalsdeildum. Mitt svar er alltaf „ég er ekki að þessu fyrir peninginn“ sem er hverju orði sannara. Ég held raunar að það séu fáir ef nokkur sem dæmir vegna launanna,“ skrifar Ísak. Og hann bendir á að ýmsar kröfur fylgi starfinu sem bæði kosti tíma og peninga. Til að mynda þurfi dómarar að standast 2-3 þrekpróf á hverju tímabili auk fleiri prófa, horfa á fyrri leiki liðanna sem þeir dæma hjá, sitja fundi og greiða kostnað vegna sjúkraþjálfunar og slysatrygginga. Nýliðun í dómgæslu mikið vandamál „Nýliðun í dómgæslu undanfarin ár hefur verið mikið vandamál,“ skrifar Ísak og bætir við: „Ég er að fara hefja mitt 11. tímabil í úrvalsdeild karla og 13. tímabil mitt í úrvalsdeild kvenna. Hópurinn hefur lítið sem ekkert stækkað þó hann hafi tekið breytingum. Við höfum misst ungt og efnilegt fólk úr dómgæslu einkum af tveimur ástæðum: 1. Orðræða og umfjöllun um dómara getur stundum verið hörð og óvægin. 2. Laun dómara eru ekki sérstök fyrir það vinnuframlag sem þeir leggja fram.“ Ísak lýkur pistli sínum á því að segjast ekki vita hve lengi hann muni endast í dómarastarfinu. Hann bindi þó miklar vonir við að samningaviðræður KKÍ og KKDÍ sem nú standi yfir verði körfuboltanum til heilla, en skrif hans má sjá hér að neðan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Á þetta bendir einn þekktasti körfuboltadómari landsins, Ísak Ernir Kristinsson, í pistli á Facebook. Þar vísar hann jafnframt í skrif Björgvins Inga Ólafssonar, formanns barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sem kallar eftir því að dómurum og þjálfurum sé borgað „almennilega“. Samningar á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Körfuknattleiksdómarafélags Íslands eru lausir og Ísak segist vonast til þess að nýir samningar endurspegli betur vinnutímann og það vinnuframlag sem dómarar leggi á sig. Dómarar fái aðeins 20.200 króna verktakagreiðslu sem fyrir flesta launþega landsins þýði útborguð laun upp á 11.236 krónur. „Ég er oft spurður hvort laun dómara séu ekki góð í úrvalsdeildum. Mitt svar er alltaf „ég er ekki að þessu fyrir peninginn“ sem er hverju orði sannara. Ég held raunar að það séu fáir ef nokkur sem dæmir vegna launanna,“ skrifar Ísak. Og hann bendir á að ýmsar kröfur fylgi starfinu sem bæði kosti tíma og peninga. Til að mynda þurfi dómarar að standast 2-3 þrekpróf á hverju tímabili auk fleiri prófa, horfa á fyrri leiki liðanna sem þeir dæma hjá, sitja fundi og greiða kostnað vegna sjúkraþjálfunar og slysatrygginga. Nýliðun í dómgæslu mikið vandamál „Nýliðun í dómgæslu undanfarin ár hefur verið mikið vandamál,“ skrifar Ísak og bætir við: „Ég er að fara hefja mitt 11. tímabil í úrvalsdeild karla og 13. tímabil mitt í úrvalsdeild kvenna. Hópurinn hefur lítið sem ekkert stækkað þó hann hafi tekið breytingum. Við höfum misst ungt og efnilegt fólk úr dómgæslu einkum af tveimur ástæðum: 1. Orðræða og umfjöllun um dómara getur stundum verið hörð og óvægin. 2. Laun dómara eru ekki sérstök fyrir það vinnuframlag sem þeir leggja fram.“ Ísak lýkur pistli sínum á því að segjast ekki vita hve lengi hann muni endast í dómarastarfinu. Hann bindi þó miklar vonir við að samningaviðræður KKÍ og KKDÍ sem nú standi yfir verði körfuboltanum til heilla, en skrif hans má sjá hér að neðan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira