Horfa þurfi á tækifærin og möguleikana sem felist í því að taka á móti erlendu vinnuafli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. september 2022 15:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir atvinnumál útlendinga til skoðunar. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að einfalda fólki utan evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað að vinna að sögn félagsmálaráðherra. Vonandi sé hægt að stíga mikilvæg skref í þá áttina á næstu misserum en of snemmt sé að segja til um mögulegt frumvarp. Mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti og vinna þurfi gegn því að hér verði tvær þjóðir. Veruleg þörf er á erlendu vinnuafli hér á landi og viðbúið að sú þörf muni aðeins aukast á næstu árum og áratugum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars gagnrýnt að það sé of flókið og tafsamt að fá fólk hingað í vinnu. Í raun þyrfti að leggja út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vilji koma. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir starfshóp á vegum ráðuneyti hans, dómsmálaráðuneytisins og háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytisins, vera með málið til skoðunar. „Í þessu tilfelli erum við að tala um samspil milli dvalarleyfa og atvinnuleyfa í þeim tilgangi að geta auðvelda fólki sem er þá utan EES svæðisins að koma hingað og vinna og ég vonast bara til þess að við náum að stíga mikilvæg skref í þá átt á næstu misserum,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í vikunni fylgjandi slíku skrefi en það væri á á hendi félagsmálaráðherra að koma með frumvarp um þá hlið mála. Guðmundur Ingi vill ekki fullyrða um hvort hann muni leggja fram slíkt frumvarp og segir að bíða þurfi og sjá hvað kemur úr vinnu starfshópsins. Sérstök ráðherranefnd um málefni innflytjenda vinni sömuleiðis að því að samhæfa verkefni milli ráðuneyta. „Ég finn að eftir að sú ráðherranefnd tók til starfa núna í vor að þá erum við að stíga skrefin hraðar í þeim málum sem að heyra undir þetta víðfeðma svið. Við erum til dæmis að setja í gang núna heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks sem við höfum ekki átt til,“ segir hann. Gríðarlega mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti. „Með þessari vinnu erum við þá að vinna eiginlega gegn því að hér verði til tvær þjóðir í landinu, annars vegar fólk sem er kannski af íslensku bergi brotið og er að fá betur launuðu störfin, meðan að fólk sem að er af erlendu bergi brotið, innflytjendurnir okkar sem að eru þá kannski meira að fara í störf sem að borga minna,“ segir Guðmundur Ingi. „Við eigum að horfa á tækifærin og möguleikana sem að felast í því að geta tekið vel á móti fólki sem að hingað kemur og nýtt allan þann kraft sem að raunverulega býr í því fólki,“ segir hann enn fremur. Vinnumarkaður Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Veruleg þörf er á erlendu vinnuafli hér á landi og viðbúið að sú þörf muni aðeins aukast á næstu árum og áratugum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars gagnrýnt að það sé of flókið og tafsamt að fá fólk hingað í vinnu. Í raun þyrfti að leggja út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vilji koma. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir starfshóp á vegum ráðuneyti hans, dómsmálaráðuneytisins og háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytisins, vera með málið til skoðunar. „Í þessu tilfelli erum við að tala um samspil milli dvalarleyfa og atvinnuleyfa í þeim tilgangi að geta auðvelda fólki sem er þá utan EES svæðisins að koma hingað og vinna og ég vonast bara til þess að við náum að stíga mikilvæg skref í þá átt á næstu misserum,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í vikunni fylgjandi slíku skrefi en það væri á á hendi félagsmálaráðherra að koma með frumvarp um þá hlið mála. Guðmundur Ingi vill ekki fullyrða um hvort hann muni leggja fram slíkt frumvarp og segir að bíða þurfi og sjá hvað kemur úr vinnu starfshópsins. Sérstök ráðherranefnd um málefni innflytjenda vinni sömuleiðis að því að samhæfa verkefni milli ráðuneyta. „Ég finn að eftir að sú ráðherranefnd tók til starfa núna í vor að þá erum við að stíga skrefin hraðar í þeim málum sem að heyra undir þetta víðfeðma svið. Við erum til dæmis að setja í gang núna heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks sem við höfum ekki átt til,“ segir hann. Gríðarlega mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti. „Með þessari vinnu erum við þá að vinna eiginlega gegn því að hér verði til tvær þjóðir í landinu, annars vegar fólk sem er kannski af íslensku bergi brotið og er að fá betur launuðu störfin, meðan að fólk sem að er af erlendu bergi brotið, innflytjendurnir okkar sem að eru þá kannski meira að fara í störf sem að borga minna,“ segir Guðmundur Ingi. „Við eigum að horfa á tækifærin og möguleikana sem að felast í því að geta tekið vel á móti fólki sem að hingað kemur og nýtt allan þann kraft sem að raunverulega býr í því fólki,“ segir hann enn fremur.
Vinnumarkaður Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22
Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15