Fótbolti

Gabriel Jesus eða Martinelli ekki í síðasta leikmannahóp Brasilíu fyrir HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gabriel Jesus hefur spilað 56 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað 19 mörk. Hann bætir ekki við þann fjölda í þessum mánuði.
Gabriel Jesus hefur spilað 56 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað 19 mörk. Hann bætir ekki við þann fjölda í þessum mánuði. EPA-EFE/ANTONIO LACERDA

Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur tilkynnt 26 manna hóp fyrir síðustu æfingaleiki liðsins í aðdraganda HM sem fram fer í Katar á síðasta ári. Athygli vekur að Arsenal tvíeykið Gabriel Jesus og Martinelli eru ekki í hópnum.

Bæði Jesus og Martinelli voru í landsliðshóp Brasilíu sem mætti Japan í júní en eru ekki valdir að þessu sinni. Sama á við um Gabriel, miðvörð Arsenal, en hann var valinn í hópinn í júní en spilaði ekki.

Brasilía spilar tvo vináttuleiki í Frakklandi síðar í þessum mánuði. Þann 23. september mæta þeir Ghana og fjórum dögum síðar spila þeir við Túnis. Brasilía mun leika í G-riðli á HM í Katar ásamt Serbíu, Sviss og Kamerún.

Hér að neðan má sjá 26 manna hóp Tite en alls spila 10 leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, þar af þrír með Manchester United.

Markverðir: Alisson (Liverpool), Ederson (Manchester City) og Weverton (Palmeiras).

Varnarmenn: Alex Sandro (Juventus), Alex Telles (Sevilla, á láni frá Man United), Gleison Bremer (Juventus), Danilo (Juventus), Eder Militao (Real Madrid), Roger Ibañez (Roma), Marquinhos (París Saint-Germain) og Thiago Silva (Chelsea).

Miðjumenn: Bruno Guimarães (Newcastle United), Casemiro (Man Utd), Everton Ribeiro (Flamengo), Fabinho (Liverpool), Fred (Man Utd) og Lucas Paquetá (West Ham United).

Framherjar: Antony (Man Utd), Roberto Firmino (Liverpool), Matheus Cunha (Atlético Madríd), Neymar (PSG), Pedro (Flamengo), Raphinha (Barcelona), Richarlison (Tottenham Hotspur), Rodrygo (Real Madríd) og Vinícius Junior (Real Madríd).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×