Vill sýna að KR sé að gera mistök Atli Arason skrifar 10. september 2022 13:31 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) ásamt Arnari Páli Garðarsyni(t.h.) Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR. „Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær. KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við. Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu. „Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR. KR Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55 Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11 Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
„Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær. KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við. Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu. „Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.
KR Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55 Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11 Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55
Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11
Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00