Sjálfstæðismenn gagnrýna biðraðir í mötuneytinu Árni Sæberg skrifar 10. september 2022 20:54 Sjálfstæðismenn komu skoðunum sínum um biðraðir í mötuneyti á framfæri á fundi borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til að ráðist verði í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum starfsmanna Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu og á Höfðatorgi á fundi borgarráðs á fimmtudag. Starfsmenn borgarinnar þurfa að handskrá kennitölur sínar, eða jafnvel skrifa þær niður, til þess að fá hádegismat. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Í tillögu Sjálfstæðisflokksins segir að bæði í ráðhúsinu og á Höfðatorgi sé búnaður, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfsfólks, og skrá þannig máltíðir þeirra með stafrænum hætti. Sá búnaður hafi hins vegar ekki virkað í mörg ár og því þurfi starfsfólka að slá kennitölur sínar inn í tölvuna með handvirkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér máltíð, eða skrifa jafnvel þessar upplýsingar á pappír, sem liggur frammi í mötuneytunum í því skyni. „Markmið tillögunnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötuneytunum þar sem núverandi fyrirkomulag leiðir til tafa og biðraðamyndunar,“ segir í tillögunni. Þá segir að úrbætur varðandi þetta einfalda atriði myndu eflaust auka trúverðugleika Reykjavíkurborgar gagnvart starfsfólki sínu og gera það jákvæðara varðandi þá stafrænu vegferð sem borgin er á. Tekist á um stafrænu vegferðina Á sama borgarráðsfundi var haldin kynning um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lögðu fram heldur harðorðar bókanir um kynninguna. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í bókun að nú væru liðin tæplega tvö ár síðan borgarstjórn samþykkti að fjárfesta tíu milljörðum í stafræna umbreytingu á þriggja ára tímabili. Stafræn umbreyting sé sannarlega mikið framfararskref á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. „Þó er umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið og að ekki birtist víðtækari áform um útvistun verkefna. Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera fyrirhugar að reisa stærsta hugbúnaðarhús landsins og ráðast í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu,“ segir í bókuninni. Þá segir að mikilvægt sé að hafa hugfasta rannsókn ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey and Company sem sýni fram á að stafræn umbreyting mistakist í að minnsta kosti sjötíu prósent tilvika. „Það er því mikilvægt að sýna verkefninu aðhald og fylgjast með ráðstöfun fjármuna af gaumgæfni,“ segir í lok bókunnar. Greinilega engu til sparað við gerð kynninga „Kynningar eru ávallt glæsilegar hjá þessu sviði og greinilega engu til sparað til að gera þær áhrifaríkar. Nauðsynlegt var að ganga rösklega til verks í stafrænni umbreytingu enda er það framtíðin. Ævintýralegu miklu fjármagni hefur verið veitt í stafræna vegferð borgarinnar sem ekki hefur verið nýtt af skynsemi,“ svo hefst bókun Helgu Þórðardóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hún segir að gríðarlegu fjármagni hafi verið veitt í að búnað. „Starfsmenn sviðsins fá sérstök hlunnindi s.s. samgöngustyrk heilsuræktarstyrk og menningar- og sundkort, einnig rafskútur til notkunar á vinnutíma,“ segir hún og vísar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Helga segir að nálgun sviðsins undanfarin ár hafi einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hafi verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar séu til. Það hafi fengið að gerast án athugasemda meirihlutans.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“