Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 18:08 Magdalena Andersson er formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hún tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Stefan Löfven á síðasta ári, fyrst kvenna. Getty/Campanella Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. Svíar gengu að kjörborðinu í dag í kosningum þar sem búist er við að minnsta mun muni muna á tveimur blokkum, vinstriblokkinni og hægriblokkinni. Samkvæmt niðurstöðum útgönguspár SVT fær vinstriblokkin 49,8 prósent spáðra atkvæða og hægriblokkin 49,2 prósent. Niðurstöður þingkosninganna í Svíþjóð árið 2018 og niðurstöður útgönguspár SVT.Vísir Útgönguspá sænska ríkisútvarpsins virkar þannig að ellefu þúsund kjósendum er boðið að svara könnun sem telur 61 spurningu, meðal annars hvaða flokk þeir kusu, hvaða málefni skipta þá mestu máli og hvaða leiðtoga þeir myndu vilja sjá stýra landinu. Í útskýringu á könnuninni á vef SVT segir að niðurstöður hennar séuu jafnaðar með tilliti til félagslegrar stöðu svarenda til að gefa nákvæmari mynd af væntanlegum niðurstöðum kosninganna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munaði aðeins 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil. Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annaðhvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Svíþjóðardemókratara fá að vera með Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nú hafa hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Hér að neðan má sjá samantekt Vísis á öllum helstu upplýsingum um kosningarnar: Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Svíar gengu að kjörborðinu í dag í kosningum þar sem búist er við að minnsta mun muni muna á tveimur blokkum, vinstriblokkinni og hægriblokkinni. Samkvæmt niðurstöðum útgönguspár SVT fær vinstriblokkin 49,8 prósent spáðra atkvæða og hægriblokkin 49,2 prósent. Niðurstöður þingkosninganna í Svíþjóð árið 2018 og niðurstöður útgönguspár SVT.Vísir Útgönguspá sænska ríkisútvarpsins virkar þannig að ellefu þúsund kjósendum er boðið að svara könnun sem telur 61 spurningu, meðal annars hvaða flokk þeir kusu, hvaða málefni skipta þá mestu máli og hvaða leiðtoga þeir myndu vilja sjá stýra landinu. Í útskýringu á könnuninni á vef SVT segir að niðurstöður hennar séuu jafnaðar með tilliti til félagslegrar stöðu svarenda til að gefa nákvæmari mynd af væntanlegum niðurstöðum kosninganna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum munaði aðeins 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil. Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annaðhvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Svíþjóðardemókratara fá að vera með Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nú hafa hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Hér að neðan má sjá samantekt Vísis á öllum helstu upplýsingum um kosningarnar:
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira