Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2022 09:09 Lögreglan telur mögulegt að maðurinn hafi ætlað sér að myrða fleiri þegar hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Getty Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59