Í frumvarpinu segir að áfengi og tóbak sem selt sé í tollfrjálsum verslunum beri lægra vörugjald en í öðrum verslunum hérlendis. Á áfengi sé nú lagt 10 prósent af áfengisgjaldi á söluna og á tóbak sé lagt 40 prósent af tóbaksgjaldi á söluna.
„Til stendur að draga úr afslætti í tollfrjálsum verslunum þannig áfengisgjald fari úr 10% í 25% og tóbaksgjald úr 40% í 50% af því sem almennt gildir.
Samanlagt leiðir þessi tekjuöflun til 0,7 ma.kr. hækkunar á áætlun áfengis- og tóbaksgjalds,“ segir í frumvarpinu.
Áætlaðar tekjur af áfengisgjaldi á næsta ári eru um 25,5 milljarðar króna og af tóbaksgjaldi um 5,8 milljarðar króna.