„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 12:00 Stjarnan fór vel af stað og nýju mennirnir koma vel inn í liðið. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja liðið hafa allt sem til þarf til að taka þátt í titilbaráttu í vor. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið. „Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
„Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira