„Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 14:01 Selfoss þarf líklega á miklu framlagi frá Guðmundi Hólmari Helgasyni að halda í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku. Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Sjá meira
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Sjá meira