Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís-deild karla, og Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari U18 landsliðs kvenna, verða með Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Seinni bylgjunni í vetur.
Áfram verða henni til halds og trausts þær Sigurlaug Rúnarsdóttir, Sunneva Einarsdóttir og Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sem kom inn með látum á síðasta tímabili.
Nýtt tímabil - Nýir sérfræðingar
— Seinni bylgjan (@Seinnibylgjan) September 12, 2022
Upphitunarþatturinn fyrir Olis deild kvenna í kvöld klukkan 20:00 á Stöð2 Sport pic.twitter.com/lhuzj2JZrM
Hitað verður upp fyrir komandi tímabil í kvöld og hefst þátturinn á slaginu 20:00 á Stöð 2 Sport.
Keppni í Olís-deildinni hefst á fimmtudagskvöld þegar Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum Fram í hörkuleik. Það kvöld er tvíhöfði en Stjarnan og Fram mætast einnig í Olís-deild karla strax í kjölfarið.
Leikina í fyrstu umferð má sjá að neðan.
Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna
- Þriðjudagur 12. september
- 20:00 Seinni bylgjan - upphitun (Stöð 2 Sport)
-
- Fimmtudagur 15. september
- 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport)
- Föstudagur 16. september
- 18:00 Valur-Haukar
- Laugardagur 17. september
- 13:30 ÍBV - KA/Þór
- 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport)
- Mánudagur 19. september
- 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)