Valgeir Lunddal áfram á toppnum í Svíþjóð | Öruggt hjá Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2022 20:45 Valgeir Lunddal (lengst til hægri) og félagar eru enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. @bkhackenofcl Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern München er liðið fór örugglega áfram í þýsku bikarkeppninni, lokatölur 7-0 Bæjurum í vil. Valgeir Lunddal Friðriksson er áfram á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Bayern heimsótti Ingolstadt og var Glódís Perla í hjarta varnarinnar. Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en staðan var orðin 2-0 eftir aðeins átta mínútur og var 4-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mit vier Toren und zahlreichen Chancen in die Halbzeitpause! #FCIFCB | 0:4 | 45' pic.twitter.com/WDsu1MRBEl— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 12, 2022 Lokatölur 7-0 og Bayern komið áfram í þýska bikarnum. Á síðustu leiktíð fór liðið alla leið í undanúrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Wolfsburg. Í Svíþjóð gerðu Davíð Kristján Ólafsson og Valgeir Lunddal Friðriksson 1-1 jafntefli þegar lið þeirra Kalmar og Häcken mættust. Báðir léku allan leikinn í vinstri bakverði. Davíð Kristján nældi sér í gult spjald í leiknum. BK Häcken ligger under i halvtid med 1 0 på Guldfågeln Arena. Trots att laget öppnade starkt har man ännu inte lyckats få in ett mål bakom Kalmar FFs Ricardo Friedrich.#bkhäcken pic.twitter.com/4udwcSfi4V— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 12, 2022 Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru enn á toppnum, nú með 46 stig að loknum 22 umferðum. Kalmar er á sama tíma í 6. sæti með 37 stig. Birkir Bjarnason spilaði tíu mínútur í dramatískum 3-2 sigri Adana Demirspor á Tyrklandsmeisturum Trabzonspor. Staðan var 2-1 Demirspor í vil þegar Birkir var sendur inn af bekknum. Gestirnir jöfnuðu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Samet Akaydin sigurmark leiksins. Birkir og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 13 stig að loknum sex umferðum, aðeins stigi á eftir toppliði Konyaspor. Aron Sigurðarson spilaði 76 mínútur í 2-1 tapi Horsens gegn Viborg á útivelli. Aron nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik. Eftir leik kvöldsins er Horsens í 7. sæti með 11 stig eftir níu umferðir. Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu 1-0 sigur á Lamia í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í 3. sæti með tíu stig að loknum fjórum umferðum. Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Sænski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Bayern heimsótti Ingolstadt og var Glódís Perla í hjarta varnarinnar. Sigurinn var einkar öruggur eins og lokatölur gefa til kynna en staðan var orðin 2-0 eftir aðeins átta mínútur og var 4-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Mit vier Toren und zahlreichen Chancen in die Halbzeitpause! #FCIFCB | 0:4 | 45' pic.twitter.com/WDsu1MRBEl— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 12, 2022 Lokatölur 7-0 og Bayern komið áfram í þýska bikarnum. Á síðustu leiktíð fór liðið alla leið í undanúrslit þar sem það beið lægri hlut gegn Wolfsburg. Í Svíþjóð gerðu Davíð Kristján Ólafsson og Valgeir Lunddal Friðriksson 1-1 jafntefli þegar lið þeirra Kalmar og Häcken mættust. Báðir léku allan leikinn í vinstri bakverði. Davíð Kristján nældi sér í gult spjald í leiknum. BK Häcken ligger under i halvtid med 1 0 på Guldfågeln Arena. Trots att laget öppnade starkt har man ännu inte lyckats få in ett mål bakom Kalmar FFs Ricardo Friedrich.#bkhäcken pic.twitter.com/4udwcSfi4V— BK Häcken (@bkhackenofcl) September 12, 2022 Valgeir Lunddal og félagar í Häcken eru enn á toppnum, nú með 46 stig að loknum 22 umferðum. Kalmar er á sama tíma í 6. sæti með 37 stig. Birkir Bjarnason spilaði tíu mínútur í dramatískum 3-2 sigri Adana Demirspor á Tyrklandsmeisturum Trabzonspor. Staðan var 2-1 Demirspor í vil þegar Birkir var sendur inn af bekknum. Gestirnir jöfnuðu en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Samet Akaydin sigurmark leiksins. Birkir og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 13 stig að loknum sex umferðum, aðeins stigi á eftir toppliði Konyaspor. Aron Sigurðarson spilaði 76 mínútur í 2-1 tapi Horsens gegn Viborg á útivelli. Aron nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik. Eftir leik kvöldsins er Horsens í 7. sæti með 11 stig eftir níu umferðir. Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu 1-0 sigur á Lamia í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í 3. sæti með tíu stig að loknum fjórum umferðum.
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Sænski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira