Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Árni Sæberg skrifar 12. september 2022 21:14 Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra Stöð 2 Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. Í dag var greint frá því að fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefði aldrei verið meiri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lögreglan á landsvísu hafi fengið 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega þrettán prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þá var einnig greint frá því að á sama tímabili hafi lögreglan skráð 125 tilkynntar nauðganir. Það eru 21 tilkynning á mánuði og 28 prósent fjölgun frá því á síðasta ári. „Það hefur verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að annars vegar fækka brotum og hins vegar fjölga tilkynningum. Og ég held að það endurspeglist í raun og veru, bæði í tilkynningum varðandi heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, að fólk er að leita sér aðstoðar og það sé að tilkynna til lögreglu,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einungis einn af hverjum tíu þolendum tilkynnir Eygló segir að í nýrri skýrslu Stígamóta segi að einungis einn af hverjum tíu, sem leita til miðstöðvarinnar eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi, tilkynni brotin til lögreglu. „Þetta er að okkar mati alveg óásættanlegt,“ segir hún. Þess vegna sé það markmið stjórnvalda, með vitundarvakningu sem ráðist hefur verið í í vetur og sumar, að hvetja til þess að annars vegar að samfélagið minnki svigrúm gerenda til að brjóta á þolendum og hins vegar að hvetja til þess að brot séu tilkynnt til lögreglu. Að lokum segir Eygló að lögreglan hafi ráðist í mikla vinnu undanfarið til þess að bæta það hvernig hún vinnur og að koma þeim upplýsingum á framfæri. Því vonar hún þolendur séu ekki hræddir um að kerfið muni bregðast þeim. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Í dag var greint frá því að fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefði aldrei verið meiri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lögreglan á landsvísu hafi fengið 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega þrettán prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þá var einnig greint frá því að á sama tímabili hafi lögreglan skráð 125 tilkynntar nauðganir. Það eru 21 tilkynning á mánuði og 28 prósent fjölgun frá því á síðasta ári. „Það hefur verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að annars vegar fækka brotum og hins vegar fjölga tilkynningum. Og ég held að það endurspeglist í raun og veru, bæði í tilkynningum varðandi heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, að fólk er að leita sér aðstoðar og það sé að tilkynna til lögreglu,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einungis einn af hverjum tíu þolendum tilkynnir Eygló segir að í nýrri skýrslu Stígamóta segi að einungis einn af hverjum tíu, sem leita til miðstöðvarinnar eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi, tilkynni brotin til lögreglu. „Þetta er að okkar mati alveg óásættanlegt,“ segir hún. Þess vegna sé það markmið stjórnvalda, með vitundarvakningu sem ráðist hefur verið í í vetur og sumar, að hvetja til þess að annars vegar að samfélagið minnki svigrúm gerenda til að brjóta á þolendum og hins vegar að hvetja til þess að brot séu tilkynnt til lögreglu. Að lokum segir Eygló að lögreglan hafi ráðist í mikla vinnu undanfarið til þess að bæta það hvernig hún vinnur og að koma þeim upplýsingum á framfæri. Því vonar hún þolendur séu ekki hræddir um að kerfið muni bregðast þeim.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira