Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2022 15:01 Elín Soffía Harðardóttir segir það ekki eiga að líðast að fólk deili myndböndum af öðrum á samfélagsmiðlum án samþykkis. Vísir/Egill Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Sjá má viðtal við Elínu Soffíu í heild sinni að neðan. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Ég skil stundum alveg að fólk sé með einhverjar myndavélar í öryggisskyni en mér finnst ekki að fólk geti deilt myndböndum án þess að fólk viti af því og að þeim forspurðum. Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að taka myndir af mér einhvers staðar og setja inn á samfélagsmiðla.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Nei, ég hef aldrei heyrt í honum. Hann gerði það ekki. Mér hefði hins vegar þótt vænt um það hefði hann gert það.“ Netöryggi Persónuvernd Samfylkingin Tengdar fréttir Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Sjá má viðtal við Elínu Soffíu í heild sinni að neðan. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Ég skil stundum alveg að fólk sé með einhverjar myndavélar í öryggisskyni en mér finnst ekki að fólk geti deilt myndböndum án þess að fólk viti af því og að þeim forspurðum. Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að taka myndir af mér einhvers staðar og setja inn á samfélagsmiðla.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Nei, ég hef aldrei heyrt í honum. Hann gerði það ekki. Mér hefði hins vegar þótt vænt um það hefði hann gert það.“
Netöryggi Persónuvernd Samfylkingin Tengdar fréttir Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00
Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43