Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 12:21 Lindsey Graham er öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins fyrir Suður-Karólínu. epa/Jim Lo Scalzo Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira