Gríska stórleikkonan Irene Papas er látin Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 13:12 Irene Papas í kvikmyndinni Konurnar frá Tróju frá árinu 1971. Getty Gríska leikkonan Irene Papas, sem birtist í stórmyndum á borð við Grikkjanum Zorba og Byssunum á Navarone, er látin, 96 ára að aldri. Grískir fjölmiðlar greina frá andlátinu í dag, en hún fór oft með hlutverk kvensöguhetjunnar í klassískum grískum dramamyndum. Papas fór með hlutverk Maria Pappadimos í kvikmyndinni Byssurnar á Navarone frá árinu 1961 og hlutverk ekkjunnar í Grikkjanum Zorba frá árinu 1964. Papas fæddist í Khiliomódhi árið 1926 og ólst upp í Aþenu. Hún hóf leiklistarferilinn snemma á ævinni og fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd árið 1948. Irene Papas gerði garðinn jafnframt frægan sem söngkona og gaf út tvær plötur með grískri þjóðlagatónlist. Hún var auk þess virk í stjórnmálaumræðunni og gagnrýndi ítrekað herstjórn Grikklands árið 1967. Papas birtist einnig í myndinni Captain Corelli's Mandolin frá árinu 2001 og svo myndinni Um filme falado, í leikstjórn Manoel de Oliveria, frá árinu 2003, en það varð síðasta kvikmyndin sem hún lék í. Grikkland Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grískir fjölmiðlar greina frá andlátinu í dag, en hún fór oft með hlutverk kvensöguhetjunnar í klassískum grískum dramamyndum. Papas fór með hlutverk Maria Pappadimos í kvikmyndinni Byssurnar á Navarone frá árinu 1961 og hlutverk ekkjunnar í Grikkjanum Zorba frá árinu 1964. Papas fæddist í Khiliomódhi árið 1926 og ólst upp í Aþenu. Hún hóf leiklistarferilinn snemma á ævinni og fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd árið 1948. Irene Papas gerði garðinn jafnframt frægan sem söngkona og gaf út tvær plötur með grískri þjóðlagatónlist. Hún var auk þess virk í stjórnmálaumræðunni og gagnrýndi ítrekað herstjórn Grikklands árið 1967. Papas birtist einnig í myndinni Captain Corelli's Mandolin frá árinu 2001 og svo myndinni Um filme falado, í leikstjórn Manoel de Oliveria, frá árinu 2003, en það varð síðasta kvikmyndin sem hún lék í.
Grikkland Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira