Að virða niðurstöður kosninga Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. september 2022 15:01 Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan. Þannig hefur fjórum sinnum verið kosið til þings frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og er óhætt að segja að stjórnmálaflokkar, hlynntir því að skipta um stjórnarskrá, hafi ekki riðið sérlega feitum hesti frá umræddum kosningum. Framboð hlynnt því að skipta út lýðveldisstjórnarskránni fyrir aðra fengu þannig mest um þriðjung atkvæða samanlagt í þingkosningum 2013 en tekizt var harkalega á um málið á Alþingi í aðdraganda kosninganna sem lauk loks með því að frumvarp að nýrri stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Hins vegar skiluðu þingkosningarnar, sem fram fóru einungis sex mánuðum eftir þjóðaratkvæðið, þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem börðust gegn samþykkt frumvarpsins, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta sem gerði þeim í framhaldinu kleift að mynda ríkisstjórn. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá allajafna farið minnkandi og var þannig einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum á síðasta ári þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja slík framboð. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu þannig ekki aðeins samanlagt mikinn minnihluta atkvæða heldur minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Framboð hlynnt umbótum á stjórnarskrá lýðveldisins fengu hins vegar mikinn meirihluta atkvæða. Með öðrum orðum er ljóst að meint krafa þjóðarinnar um það að skipta um stjórnarskrá hefur alls ekki birzt í niðurstöðum þingkosninga þrátt fyrir að fyrir liggi að stjórnarskrárbreytingar séu háðar aðkomu Alþingis hvort sem tekið er mið af gildandi stjórnarskrá lýðveldisins eða tillögum stjórnlagaráðs. Vert er þó að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að koma með ráðgefandi tillögur að breytingum á lýðveldisstjórnarskránni eins og kemur skýrt fram í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Hið sama er áréttað á vefsíðu ráðsins. Fyrst og fremst áhugamál afmarkaðs hóps Viðbrögðin úr röðum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá, þegar bent er á þingkosningar í þessum efnum, hafa verið þau að segja þær ekki snúast um stjórnarskrármálið. Þingkosningar snúast þó yfirleitt um það sem brennur á fólki en ljóst er, eins og forseti lýðveldisins hefur bent á, að það á ekki við um umrætt mál. Talað hefur einnig verið um það í áðurnefndum röðum að íslenzkir kjósendur hafi svikið íslenzku þjóðina í þingkosningum, það er svikið sig sjálfa, og jafnvel verið gengið svo langt að ræða um valdarán gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi láti það ekki undan kröfum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá. Full ástæða er til þess að velta fyrir sér hversu lýðræðislegur þessi málflutningur er. Flest bendir enda til þess að fyrst og fremst sé einungis um að ræða áhugamál frekar afmarkaðs en háværs hóps en valdarán hafa einmitt iðulega verið framin af afmörkuðum hópum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Vonandi þarf annars ekki að deila um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Sé lýðræðið hins vegar raunverulega útgangspunkturinn hlýtur að vera rétt að horfa til lýðræðislegra kosninga almennt í því sambandi en ekki einungis þeirra sem henta tilteknum pólitískum málstað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan. Þannig hefur fjórum sinnum verið kosið til þings frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og er óhætt að segja að stjórnmálaflokkar, hlynntir því að skipta um stjórnarskrá, hafi ekki riðið sérlega feitum hesti frá umræddum kosningum. Framboð hlynnt því að skipta út lýðveldisstjórnarskránni fyrir aðra fengu þannig mest um þriðjung atkvæða samanlagt í þingkosningum 2013 en tekizt var harkalega á um málið á Alþingi í aðdraganda kosninganna sem lauk loks með því að frumvarp að nýrri stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Hins vegar skiluðu þingkosningarnar, sem fram fóru einungis sex mánuðum eftir þjóðaratkvæðið, þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem börðust gegn samþykkt frumvarpsins, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta sem gerði þeim í framhaldinu kleift að mynda ríkisstjórn. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá allajafna farið minnkandi og var þannig einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum á síðasta ári þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja slík framboð. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu þannig ekki aðeins samanlagt mikinn minnihluta atkvæða heldur minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Framboð hlynnt umbótum á stjórnarskrá lýðveldisins fengu hins vegar mikinn meirihluta atkvæða. Með öðrum orðum er ljóst að meint krafa þjóðarinnar um það að skipta um stjórnarskrá hefur alls ekki birzt í niðurstöðum þingkosninga þrátt fyrir að fyrir liggi að stjórnarskrárbreytingar séu háðar aðkomu Alþingis hvort sem tekið er mið af gildandi stjórnarskrá lýðveldisins eða tillögum stjórnlagaráðs. Vert er þó að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að koma með ráðgefandi tillögur að breytingum á lýðveldisstjórnarskránni eins og kemur skýrt fram í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Hið sama er áréttað á vefsíðu ráðsins. Fyrst og fremst áhugamál afmarkaðs hóps Viðbrögðin úr röðum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá, þegar bent er á þingkosningar í þessum efnum, hafa verið þau að segja þær ekki snúast um stjórnarskrármálið. Þingkosningar snúast þó yfirleitt um það sem brennur á fólki en ljóst er, eins og forseti lýðveldisins hefur bent á, að það á ekki við um umrætt mál. Talað hefur einnig verið um það í áðurnefndum röðum að íslenzkir kjósendur hafi svikið íslenzku þjóðina í þingkosningum, það er svikið sig sjálfa, og jafnvel verið gengið svo langt að ræða um valdarán gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi láti það ekki undan kröfum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá. Full ástæða er til þess að velta fyrir sér hversu lýðræðislegur þessi málflutningur er. Flest bendir enda til þess að fyrst og fremst sé einungis um að ræða áhugamál frekar afmarkaðs en háværs hóps en valdarán hafa einmitt iðulega verið framin af afmörkuðum hópum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Vonandi þarf annars ekki að deila um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Sé lýðræðið hins vegar raunverulega útgangspunkturinn hlýtur að vera rétt að horfa til lýðræðislegra kosninga almennt í því sambandi en ekki einungis þeirra sem henta tilteknum pólitískum málstað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun