Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2022 08:31 Heimir Hallgrímsson vakti mikla athygli fyrir árangur sinn með íslenska landsliðinu. Hann er svo hátt metinn að Jamaíkumenn bjuggust ekki við að hann hefði áhuga á starfinu. Vísir/Getty Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun. Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Jamaískir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Heimir væri að taka við liðinu og þá greindu íslenskir miðlar frá því að hann væri á Leifsstöð á leið út. Líklegt þykir að Heimir verði kynntur til leiks á föstudag og segir íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley að spennan sé mikil í eyríkinu. „Það ríkir töluverð spenna. Í fyrsta lagi hugsuðum við Jamaíkumenn ekki um að fá þjálfara frá Evrópu. Hvað þá frá Íslandi. Ferilskráin hans sýnir að hann hefur náð svo góðum árangri með íslenska landsliðið og hann hefur verið mjög stöðugur. Upplegg hans er aðlaðandi og við Jamaíkar hlökkum til að spila góðan fótbolta, svo spennan er mikil,“ segir Coley. Óvænt að Heimir sé klár í verkefnið Síðustu þrír þjálfarar Jamaíku hafa verið heimamenn. Tveir þeirra, Theodore Whitmore (2016-2021) og Paul Hall (2021-2022), voru hluti af eina liði landsins sem fór á heimsmeistaramót, árið 1998. Árangurinn þótti undir pari og hefur Knattspyrnusamband Jamaíku því ákveðið að leita út fyrir landssteinana. Coley segir óvænt að maður með ferilskrá líkt og Heimir hafi viljað taka við. „Hans hugsanagangur er eitthvað sem við þurfum á að halda. Við þurfum meiri strúktúr og stöðugleika. Ég sé að hann færir liðum sínum það, út frá leikstíl hans bæði fram á við og í varnarleik. Við þurfum stöðugleika og ef hann fær tækifæri til þess, sem hann vonandi fær, til þess að setja sitt mark á liðið hvað varðar leikaðferð er ég viss um að hann nær góðum árangri,“ segir Coley og bætir við: „Það eru nægir hæfileikar í liðinu en þetta snýst um að finna rétta formúlu til að ná árangri. Þegar erlendur þjálfari af þessari stærðargráðu kemur inn, og við bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu, þannig að margir eru spenntir fyrir þessu og vonandi fær hann tækifæri til þess að sanna sig,“ Klippa: Sportpakkinn: Jamaíkar eru spenntir fyrir Heimi Réttur maður í starfið Heimir er þá sagður passa vel inn í Jamaíku þar sem landið er að mörgu leyti ekki svo ólíkt Íslandi. Um er að ræða smáa eyju og knattspyrnusamband sem hefur ekki svo mikið milli handanna. Heimir geti því verið akkúrat rétti maðurinn fyrir liðið. „Ef maður lítur á Jamaíku, þá er þetta smá eyja, með smátt knattspyrnusamband og lítil fjárráð. Ef litið er á sögu hans, hefur hann þegar sýnt að hann getur tekið smærra land eins og Ísland, þar sem fjárráðin eru lítil og hópur leikmanna sem eru í boði er smár, og náð árangri,“ „Hans prófíll smellpassar við hvatninguna, þörfina og metnaðinn í landinu,“ segir Coley að endingu. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01 Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. 14. september 2022 14:01
Reggístrákarnir sem bíða Heimis Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. 13. september 2022 10:33
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð