Myndband sýnir Hollywood-lega tilburði innbrotsþjófsins sem seig niður um gat í loftinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2022 21:00 Innbrotsþjófurinn seig niður um gat í þakinu, eftir að hafa sagað sér leið þangað í gegn. Hann átti þó í meiri erfiðleikum með að komast út. Skjáskot Innbrotsþjófur sem lagði töluvert á sig til þess að brjótast inn í verslunina Prinsinn í Árbænum í vikunni fór tómhentur út. Eigandi verslunarinnar veltir því fyrir sér hvort að viðkomandi sé að undirbúa sig undir eitthvað stærra. Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má tilburði umrædds innbrotsþjófs við innbrotið. Svo virðist sem hann hafi sótt innblásturinn til Hollywood. En hvernig var atburðarrásin? Guðjón Jónasson, eigandi sjoppunnar fór yfir aðstæðurnar með fréttamanni, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Eins og þið sjáið kannski hérna uppi þá er gat hérna í loftinu. Maðurinn fer hérna og er búinn að saga sig í gegn. Tekur bita úr loftinu og lætur sig síga hérna niður. Hleypur beint að sígarettuskápnum hjá mér sem að þú opnar ekki svo auðveldlega,“ segir Guðjón. Maðurinn klifraði upp á þak og sagaði sér leið í gegnum það.Skjáskot Fát virðist þá hafa komið á innbrotsþjófinn sem hljóp í átt að lokaðri útidyrahurðinni. „Hérna byrjar hann að búa til gat á glerið. Gatið er ekki nema kannski svona stórt og eins og þú sérð, ég myndi kannski rétt ná öxlinni út. Hann hoppar einhvern veginn hérna í gegnum gatið. Festir sig í miðjunni, sporðreisist og lekur einhvern veginn út með glugganum. Þetta er eins og atriði í bíómynd,“ segir Guðjón. Hið flókna innbrot bar hins vegar engar árangur. „Nei, hann hafði ekkert upp úr krafsinu og það eru flestir hérna sem hafa ekkert upp úr krafsinu að koma hérna inn, það er ekkert geymt hérna yfir nóttina,“ segir Guðjón sem var alveg gapandi hissa þegar hann kíkti á öryggismyndavélarnar. Sjoppan Prins í Hraunbæ. Vísir/Vilhelm Þetta er fimmta innbrotið í Prinsinn á einu ári. Þýfið? fjórir sígarettupakkar. Þessi tilraun sker sig þó úr. „Þetta er sú flóknasta, hann hefur horft aðeins of mikið á Mission Impossible þessi. Það er spurning hvort hann sé að æfa sig fyrir eitthvað stærra.“ Ertu með einhver skilaboð til þeirra sem hafa mögulega hug á því að brjótast hingað inn? „Bara sleppið því, það er ekkert að fá upp úr krafsinu.“ Lögreglumál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má tilburði umrædds innbrotsþjófs við innbrotið. Svo virðist sem hann hafi sótt innblásturinn til Hollywood. En hvernig var atburðarrásin? Guðjón Jónasson, eigandi sjoppunnar fór yfir aðstæðurnar með fréttamanni, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Eins og þið sjáið kannski hérna uppi þá er gat hérna í loftinu. Maðurinn fer hérna og er búinn að saga sig í gegn. Tekur bita úr loftinu og lætur sig síga hérna niður. Hleypur beint að sígarettuskápnum hjá mér sem að þú opnar ekki svo auðveldlega,“ segir Guðjón. Maðurinn klifraði upp á þak og sagaði sér leið í gegnum það.Skjáskot Fát virðist þá hafa komið á innbrotsþjófinn sem hljóp í átt að lokaðri útidyrahurðinni. „Hérna byrjar hann að búa til gat á glerið. Gatið er ekki nema kannski svona stórt og eins og þú sérð, ég myndi kannski rétt ná öxlinni út. Hann hoppar einhvern veginn hérna í gegnum gatið. Festir sig í miðjunni, sporðreisist og lekur einhvern veginn út með glugganum. Þetta er eins og atriði í bíómynd,“ segir Guðjón. Hið flókna innbrot bar hins vegar engar árangur. „Nei, hann hafði ekkert upp úr krafsinu og það eru flestir hérna sem hafa ekkert upp úr krafsinu að koma hérna inn, það er ekkert geymt hérna yfir nóttina,“ segir Guðjón sem var alveg gapandi hissa þegar hann kíkti á öryggismyndavélarnar. Sjoppan Prins í Hraunbæ. Vísir/Vilhelm Þetta er fimmta innbrotið í Prinsinn á einu ári. Þýfið? fjórir sígarettupakkar. Þessi tilraun sker sig þó úr. „Þetta er sú flóknasta, hann hefur horft aðeins of mikið á Mission Impossible þessi. Það er spurning hvort hann sé að æfa sig fyrir eitthvað stærra.“ Ertu með einhver skilaboð til þeirra sem hafa mögulega hug á því að brjótast hingað inn? „Bara sleppið því, það er ekkert að fá upp úr krafsinu.“
Lögreglumál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06