Svona var fundurinn þegar Arnar kynnti valið á landsliðinu Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 16. september 2022 12:30 Landsliðsþjálfarinn verður eflaust spurður út í Aron Einar Gunnarsson sem síðast lék með landsliðinu í júní í fyrra. Getty/Laszlo Szirtesi KSÍ boðaði til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum í dag þar sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnti um val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta og svaraði spurningum fjölmiðla. Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira