Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Hörður 38-28 | Köstuðu ekki inn hvíta handklæðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2022 22:45 Óli Björn Vilhjálmsson, fyrirliði Harðar, í dauðafæri. vísir/hulda margrét Valur vann stórsigur á Herði, 38-28, í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Ísfirðinga í efstu deild frá upphafi. Harðarmenn voru eins og fiskar á þurru landi í fyrri hálfleik og voru þrettán mörkum undir, 22-9, að honum loknum. En þeir fá prik fyrir að gefast ekki upp í ómögulegri stöðu og spiluðu miklu betur í seinni hálfleik. Agnar Smári Jónsson skoraði sex mörk fyrir Val og Aron Dagur Pálsson og Benedikt Gunnar Óskarsson fimm hvor. Tuttugu af mörkum Valsmanna komu eftir hraðaupphlaup. Motoki Sakai lék allan leikinn í marki Vals og varði 21 skot (43 prósent). Stiven Tobar Valencia svífur inn úr vinstra horninu.vísir/hulda margrét Óli Björn Vilhjálmsson, Noah Bardou og Jón Ómar Gíslason skoruðu fjögur mörk hver fyrir Hörð. Rolandas Lebedevs varði tólf skot, eða fjórðung þeirra skota sem hann fékk á sig. Valur gaf tóninn strax í byrjun, gekk hreint til verks, komst í 6-1 og Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, gat ekki annað en tekið leikhlé þótt aðeins fimm mínútur væru liðnar af leiknum. Jón Ómar Gíslason skoraði fjögur mörk.vísir/hulda margrét Hlutirnir löguðust lítið eftir þetta. Harðarmenn héldu áfram að bulla í sókninni og Valsmenn voru eldsnöggir að refsa. Tíu af fyrstu ellefu mörkum Vals komu eftir hraðaupphlaup og alls skoruðu meistararnir fimmtán hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 22-9. Sakai var með 55 prósent markvörslu og skotnýting Harðar var aðeins 27 prósent. Sóknarleikur gestanna var stórundarlegur og einstaklingsframtakið var ríkjandi. Valsmenn sýndu Harðarmönnum enga miskunn og refsuðu þeim fyrir hver mistök sem þeir gerðu. Og þau voru mörg. Harðarmenn áttu á brattan að sækja.vísir/hulda margrét Úrslitin voru ráðin í hálfleik, og sennilega eftir aðeins nokkrar mínútur, en Harðarmenn sýndu lit í seinni hálfleik. Í stað þess að liggja eftir og láta valta yfir sig risu þeir upp og gerðu það besta úr stöðunni. Að sama skapi fauk einbeiting Valsmanna út um gluggann og þeir voru kærulausir í seinni hálfleiknum. Þeir svo sem efni á því, enda með unninn leik í höndunum, en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, hefði eflaust viljað sjá sína menn klára leikinn betur. Valsmenn fagna sigrinum.vísir/hulda margrét Á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 38-28. Valur er með fjögur stig eftir tvo leiki en Hörður án stiga eftir sinn eina leik. Þeir sjá væntanlega möguleika á að ná í sín fyrstu stig í næstu umferð þegar KA kemur í heimsókn í fyrsta leiknum á Ísafirði í sögu efstu deildar. Snorri Steinn: Verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið Þrátt fyrir tíu marka sigur var Snorri Steinn Guðjónsson ekki alltaf sáttur í kvöld.vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9. „Ég er mjög ánægður hvernig við mættum til leiks og með fyrri hálfleikinn. Við gerðum of mörg mistök og hefðum getað verið með meiri forystu en að sama skapi er ég ekkert ánægður með seinni hálfleikinn. Við duttum niður á of lágt plan en þetta eru tvö stig og það var ekkert meira í boði,“ sagði Snorri í leikslok. Valsmenn spiluðu 5-1 vörn í fyrri hálfleik með Aron Dag Pálsson fyrir framan. Það gaf góða raun og öflug vörn skilaði fimmtán hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleiknum. „Ég reyni að spila báðar varnir og það var engin svakaleg pæling á bak við það. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið. Auðvitað hafði ég kynnt mér það og fengið hjálp við það en þetta er óþægilegur andstæðingur í þeirra fyrsta leik,“ sagði Snorri. Hann var ekki á því að einbeitingin hefði fjarað út hjá Valsmönnum í seinni hálfleik. „Menn voru allir af vilja gerðir. En við notuðum uppstillingar sem við erum kannski ekki vanir að nota og gáfum mönnum tækifæri. Þetta riðlaðist aðeins en þeir voru bara betri og kannski búnir að hlaupa af sér hornin,“ sagði Snorri. „Skrekkurinn var farinn og þeir sýndu líka góða takta. Við megum ekki taka það af þeim. Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur.“ Carlos: Í fyrri hálfleik vorum við ekki hérna Carlos Martin Santos sagði að sviðið hefði verið aðeins of stórt fyrir sína menn, allavega í fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, sagði að fyrri og seinni hálfleikurinn gegn Val hefði verið eins og svart og hvítt. „Fyrir okkur voru þetta tveir leikir; fyrri hálfleikurinn og seinni hálfleikurinn. Í fyrri hálfleik vorum við ekki hérna í Origo-höllinni en í þeim seinni reyndum við og sýndum ýmislegt. Þetta var svolítið langt frá því sem þú þarft að hafa á þessu getustigi en við erum að vinna í því,“ sagði Carlos leik. Hann segir að sínir menn hafi þjáðst af hálfgerðum sviðsskrekk í fyrri hálfleik. „Strákarnir eru nýir í þessari deild og voru að spila gegn meisturum síðustu tveggja tímabila. Þetta var hugarfarið hjá strákunum að spila í þessu húsi gegn þessu liði en nokkuð annað,“ sagði Carlos. „Valur er með mjög gott lið, spila góða vörn, eru hraðir og framkvæma einfalda hluti í sókninni.“ Carlos segist sáttur með hvað Harðarmenn sýndu í nánast ómögulegri stöðu í seinni hálfleik. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki hérna en í þeim seinni reyndum við að berjast við þá. Það er gott fyrir okkur að spila við þessi lið á þessu getustigi. En vandamálið var að við spiluðum í þrjátíu mínútur en ekki sextíu,“ sagði Carlos að lokum. Olís-deild karla Valur Hörður
Valur vann stórsigur á Herði, 38-28, í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Ísfirðinga í efstu deild frá upphafi. Harðarmenn voru eins og fiskar á þurru landi í fyrri hálfleik og voru þrettán mörkum undir, 22-9, að honum loknum. En þeir fá prik fyrir að gefast ekki upp í ómögulegri stöðu og spiluðu miklu betur í seinni hálfleik. Agnar Smári Jónsson skoraði sex mörk fyrir Val og Aron Dagur Pálsson og Benedikt Gunnar Óskarsson fimm hvor. Tuttugu af mörkum Valsmanna komu eftir hraðaupphlaup. Motoki Sakai lék allan leikinn í marki Vals og varði 21 skot (43 prósent). Stiven Tobar Valencia svífur inn úr vinstra horninu.vísir/hulda margrét Óli Björn Vilhjálmsson, Noah Bardou og Jón Ómar Gíslason skoruðu fjögur mörk hver fyrir Hörð. Rolandas Lebedevs varði tólf skot, eða fjórðung þeirra skota sem hann fékk á sig. Valur gaf tóninn strax í byrjun, gekk hreint til verks, komst í 6-1 og Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, gat ekki annað en tekið leikhlé þótt aðeins fimm mínútur væru liðnar af leiknum. Jón Ómar Gíslason skoraði fjögur mörk.vísir/hulda margrét Hlutirnir löguðust lítið eftir þetta. Harðarmenn héldu áfram að bulla í sókninni og Valsmenn voru eldsnöggir að refsa. Tíu af fyrstu ellefu mörkum Vals komu eftir hraðaupphlaup og alls skoruðu meistararnir fimmtán hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 22-9. Sakai var með 55 prósent markvörslu og skotnýting Harðar var aðeins 27 prósent. Sóknarleikur gestanna var stórundarlegur og einstaklingsframtakið var ríkjandi. Valsmenn sýndu Harðarmönnum enga miskunn og refsuðu þeim fyrir hver mistök sem þeir gerðu. Og þau voru mörg. Harðarmenn áttu á brattan að sækja.vísir/hulda margrét Úrslitin voru ráðin í hálfleik, og sennilega eftir aðeins nokkrar mínútur, en Harðarmenn sýndu lit í seinni hálfleik. Í stað þess að liggja eftir og láta valta yfir sig risu þeir upp og gerðu það besta úr stöðunni. Að sama skapi fauk einbeiting Valsmanna út um gluggann og þeir voru kærulausir í seinni hálfleiknum. Þeir svo sem efni á því, enda með unninn leik í höndunum, en Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, hefði eflaust viljað sjá sína menn klára leikinn betur. Valsmenn fagna sigrinum.vísir/hulda margrét Á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 38-28. Valur er með fjögur stig eftir tvo leiki en Hörður án stiga eftir sinn eina leik. Þeir sjá væntanlega möguleika á að ná í sín fyrstu stig í næstu umferð þegar KA kemur í heimsókn í fyrsta leiknum á Ísafirði í sögu efstu deildar. Snorri Steinn: Verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið Þrátt fyrir tíu marka sigur var Snorri Steinn Guðjónsson ekki alltaf sáttur í kvöld.vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9. „Ég er mjög ánægður hvernig við mættum til leiks og með fyrri hálfleikinn. Við gerðum of mörg mistök og hefðum getað verið með meiri forystu en að sama skapi er ég ekkert ánægður með seinni hálfleikinn. Við duttum niður á of lágt plan en þetta eru tvö stig og það var ekkert meira í boði,“ sagði Snorri í leikslok. Valsmenn spiluðu 5-1 vörn í fyrri hálfleik með Aron Dag Pálsson fyrir framan. Það gaf góða raun og öflug vörn skilaði fimmtán hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleiknum. „Ég reyni að spila báðar varnir og það var engin svakaleg pæling á bak við það. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið. Auðvitað hafði ég kynnt mér það og fengið hjálp við það en þetta er óþægilegur andstæðingur í þeirra fyrsta leik,“ sagði Snorri. Hann var ekki á því að einbeitingin hefði fjarað út hjá Valsmönnum í seinni hálfleik. „Menn voru allir af vilja gerðir. En við notuðum uppstillingar sem við erum kannski ekki vanir að nota og gáfum mönnum tækifæri. Þetta riðlaðist aðeins en þeir voru bara betri og kannski búnir að hlaupa af sér hornin,“ sagði Snorri. „Skrekkurinn var farinn og þeir sýndu líka góða takta. Við megum ekki taka það af þeim. Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur.“ Carlos: Í fyrri hálfleik vorum við ekki hérna Carlos Martin Santos sagði að sviðið hefði verið aðeins of stórt fyrir sína menn, allavega í fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, sagði að fyrri og seinni hálfleikurinn gegn Val hefði verið eins og svart og hvítt. „Fyrir okkur voru þetta tveir leikir; fyrri hálfleikurinn og seinni hálfleikurinn. Í fyrri hálfleik vorum við ekki hérna í Origo-höllinni en í þeim seinni reyndum við og sýndum ýmislegt. Þetta var svolítið langt frá því sem þú þarft að hafa á þessu getustigi en við erum að vinna í því,“ sagði Carlos leik. Hann segir að sínir menn hafi þjáðst af hálfgerðum sviðsskrekk í fyrri hálfleik. „Strákarnir eru nýir í þessari deild og voru að spila gegn meisturum síðustu tveggja tímabila. Þetta var hugarfarið hjá strákunum að spila í þessu húsi gegn þessu liði en nokkuð annað,“ sagði Carlos. „Valur er með mjög gott lið, spila góða vörn, eru hraðir og framkvæma einfalda hluti í sókninni.“ Carlos segist sáttur með hvað Harðarmenn sýndu í nánast ómögulegri stöðu í seinni hálfleik. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki hérna en í þeim seinni reyndum við að berjast við þá. Það er gott fyrir okkur að spila við þessi lið á þessu getustigi. En vandamálið var að við spiluðum í þrjátíu mínútur en ekki sextíu,“ sagði Carlos að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti