Aftur handtekin í tengslum við árásina á liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 15:16 Aminata Diallo á æfingu með PSG síðasta vetur. Hún hefur nú lagt skóna á hilluna. Getty/Aurelien Meunier Knattspyrnukonan Aminata Diallo hefur á ný verið handtekinn og sett í gæsluvarðhald vegna rannsóknar frönsku lögreglunnar á árásinni á Kheiru Hamraoui, liðsfélaga Diallo hjá PSG. Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar. Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Lögregla reynir enn að komast að því hverjir stóðu á bakvið árásina á Hamraoui þann 4. nóvember í fyrra. Hún hafði fengið far heim af veitingastað með Diallo en grímuklæddir menn stöðvuðu bifreiðina, drógu Hamraoui út og slógu hana með barefli. Þeir virtust leggja sérstaka áherslu á að skaða fætur Hamraoui sem hlaut skurði og fleiri áverka. Diallo var handtekin viku eftir árásina og sætti þá gæsluvarðhaldi í 36 klukkustundir en var svo sleppt. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Diallo var svo aftur handtekin nú í morgun af lögreglunni í Versölum, í nágrenni Parísar, og hvorki hún né lögfræðingur hennar hafa tjáð sig um málið opinberlega eftir það. Bíómyndamál sem teygir anga sína víðar Mikið hefur verið fjallað um málið og segir New York Times kvikmyndagerðarmenn hafa leitað til þeirra Diallo og Hamraoui með það í huga að gera bíómynd um málið. Það hafi þeir gert með það í huga að mögulega hafi Diallo viljað að árásin yrði gerð, í von um að fá að spila meira fyrir PSG þar sem hún átti í samkeppni við Hamraoui um stöðu í liðinu. Inn í málið fléttast svo einnig hjónaskilnaður Erics og Hayet Abidal en Eric, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Barcelona, mun hafa viðurkennt fyrir konu sinni að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Við rannsókn á árásinni á Hamraoui fannst nefnilega símakort sem var í eigu Erics Abidal. Auk þess að handtaka Diallo voru fjórar aðrar handtökur gerðar, samkvæmt yfirlýsingu lögreglu í dag. Hvorug spilar með Berglindi í dag Málið virðist hafa eyðilagt knattspyrnuferla bæði Diallo, sem er 27 ára, og Hamraoui, sem er 32 ára. Hvorug þeirra hefur verið að spila með Berglindi Björg Þorvaldsdóttur og öðrum liðsfélögum PSG í byrjun tímabilsins. Diallo lagði skóna á hilluna í sumar en Hamraoui á í deilum við PSG sem hefur ekki leyft henni að spila, samkvæmt frétt New York Times. Þá var hvorug þeirra valin í franska landsliðið fyrir EM í sumar.
Fótbolti Franski boltinn Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira