„Mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:33 Albert Guðmundsson var aðeins einu sinni í byrjunarliði Íslands í leikjunum fjórum í júní og það var í vináttulandsleiknum gegn San Marínó. Getty Arnar Þór Viðarsson fór ekki leynt með óánægju sína með framgöngu Alberts Guðmundssonar, í júní, þegar hann útskýrði af hverju Albert væri ekki í nýjasta landsliðshópi Íslands í fótbolta. „Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga,“ sagði Arnar en útskýrði ekki nákvæmlega hvernig hugarfar Alberts hefði ekki verið sér að skapi. Albert kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni í júní en lék ekkert í þriðja leiknum. Seinni leikurinn sem hann spilaði var á heimavelli gegn Ísrael þar sem hann kom inn á á 89. mínútu. „Fyrir mér er það þannig að það að vera í íslenska landsliðinu er mikill heiður og það kallar á hundrað prósent hugarfar, alla daga og alltaf. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við þurfum ekki að horfa neitt langt í baka og vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins undanfarin ár hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir sína eigin frammistöðu. Það er eina leiðin til að ná árangri,“ bætti Arnar Við. Hann útilokar ekki að velja Albert aftur síðar, þó að Albert verði ekki með í leikjunum við Venesúela og Albaníu í þessum mánuði: „Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Ef og þegar Albert er tilbúinn að vera hluti af okkar liðsheild og vinna innan þess ramma sem að ég set þá er að sjálfsögðu pláss fyrir hæfileikaríkan leikmann eins og Albert í landsliðinu.“ Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
„Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga,“ sagði Arnar en útskýrði ekki nákvæmlega hvernig hugarfar Alberts hefði ekki verið sér að skapi. Albert kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum í Þjóðadeildinni í júní en lék ekkert í þriðja leiknum. Seinni leikurinn sem hann spilaði var á heimavelli gegn Ísrael þar sem hann kom inn á á 89. mínútu. „Fyrir mér er það þannig að það að vera í íslenska landsliðinu er mikill heiður og það kallar á hundrað prósent hugarfar, alla daga og alltaf. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við þurfum ekki að horfa neitt langt í baka og vitum öll að bestu leikmenn íslenska landsliðsins undanfarin ár hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir sína eigin frammistöðu. Það er eina leiðin til að ná árangri,“ bætti Arnar Við. Hann útilokar ekki að velja Albert aftur síðar, þó að Albert verði ekki með í leikjunum við Venesúela og Albaníu í þessum mánuði: „Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir framtíðina. Ef og þegar Albert er tilbúinn að vera hluti af okkar liðsheild og vinna innan þess ramma sem að ég set þá er að sjálfsögðu pláss fyrir hæfileikaríkan leikmann eins og Albert í landsliðinu.“
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik. 16. september 2022 13:34