„Gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 09:01 Arnór Atlason í leik með íslenska landsliðinu. Hann þjálfar nú í Danmörku. vísir/vilhelm „Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Stefán Árni vildi vita hver væri svona helsti munurinn fyrir unga leikmenn sem spila heima á Íslandi í Olís deildinni og hvað þeir þyrftu að gera til að vera klárir í leiki í til að mynda dönsku úrvalsdeildinni. „Olís deildin er frábær deild að mörgu leyti, sérstaklega fyrir þessa ungu stráka. Þeir fá snemma tækifæri, fá snemma hlutverk í liðunum sínum. Það gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum sem þurfa að bíða miklu lengur eftir tækifæri í meistaraflokksbolta.“ „Er frábær vettvangur fyrir leikmenn í kringum 18 ára aldur, frábært að sjá þá fá alvöru hlutverk í liðunum sínum. Þannig ná þeir smá forskoti á jafnaldra sína í útlöndum og eru kannski „gildnari“ sem handboltamenn.“ Ásgeir Örn tók undir þetta en sagði að leikmenn hér á landi ættu ekki að fara út fyrr en þeir væru orðnir meðal bestu leikmanna deildarinnar og ekki fyrr en þeir hefði farið í gegnum allavega eina úrslitakeppni þar sem allt væri undir. „Maður þroskast gríðarlega í slíkum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn en spjall Seinni bylgjunnar við Arnór Atlason má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Handbolti Olís-deild karla Danski handboltinn Seinni bylgjan Tengdar fréttir Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“ Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða. 14. september 2022 15:01 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Stefán Árni vildi vita hver væri svona helsti munurinn fyrir unga leikmenn sem spila heima á Íslandi í Olís deildinni og hvað þeir þyrftu að gera til að vera klárir í leiki í til að mynda dönsku úrvalsdeildinni. „Olís deildin er frábær deild að mörgu leyti, sérstaklega fyrir þessa ungu stráka. Þeir fá snemma tækifæri, fá snemma hlutverk í liðunum sínum. Það gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum sem þurfa að bíða miklu lengur eftir tækifæri í meistaraflokksbolta.“ „Er frábær vettvangur fyrir leikmenn í kringum 18 ára aldur, frábært að sjá þá fá alvöru hlutverk í liðunum sínum. Þannig ná þeir smá forskoti á jafnaldra sína í útlöndum og eru kannski „gildnari“ sem handboltamenn.“ Ásgeir Örn tók undir þetta en sagði að leikmenn hér á landi ættu ekki að fara út fyrr en þeir væru orðnir meðal bestu leikmanna deildarinnar og ekki fyrr en þeir hefði farið í gegnum allavega eina úrslitakeppni þar sem allt væri undir. „Maður þroskast gríðarlega í slíkum aðstæðum,“ sagði Ásgeir Örn en spjall Seinni bylgjunnar við Arnór Atlason má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Handbolti Olís-deild karla Danski handboltinn Seinni bylgjan Tengdar fréttir Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“ Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða. 14. september 2022 15:01 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“ Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða. 14. september 2022 15:01