Heimir um að fara úr Persaflóa til Jamaíka: „Það sem er bannað þar er leyfilegt hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 14:31 Heimir náði frábærum árangri sem þjálfari Íslands. Getur hann endurtekið leikinn með Jamaíka? VI Images/Getty Images Heimir Hallgrímsson var tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka í gærkvöld, föstudag. Þetta hafði legið lengi í loftinu en í gær var tilkynnt að Heimir myndi þjálfa liðið næstu fjögur árin. Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“ Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira
Heimir gerði frábært mót með íslenska landsliðið frá því hann var fyrst ráðinn sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck árið 2013. Svo tóku þeir saman við liðinu áður en Heimir kom því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Eftir það hélt Heimir til Katar þar sem hann stýrði liði Al Arabi en nú er hann kominn til Jamaíka og er markmiðið að koma liðinu á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Hann ræddi nýja starfið við RÚV. „Ég hef nú verið hérna í fríi og það er býsna gott að vera hérna svo landið heillaði mig,“ sagði Heimir áður en umræðan snerist að leikmönnunum sem honum standa til boða. „Það er ótrúlegt magn af góðum leikmönnum í góðum deildum sem geta spilað fyrir landsliðið,“ sagði Heimir um leikmannahóp Jamaíka. Má þar til að mynda nefna: Leon Bailey (Aston Villa) Michael Antonio (West Ham United) Bobby De Cordova-Reid (Fulham) Ethan Pinnock (Brentford) Jonson Clarke-Harris (Peterborough United) Kemar Roofe (Rangers) Ravel Morrison (DC United). Bestu leikmenn Jamaíka eru nær allir sóknarþenkjandi og kom Heimir inn á það: „Það sem vantaði er skipulag, varnarleikur og það þarf að búa til góða liðsheild.“ Mikil leynd í kringum ráðninguna Heimir sagði að knattspyrnusambandið hafi lagt allt kapp á að enginn vissi að Heimir væri mættur til landsins. Hann mátti ekki mæta til Kingston, höfuðborg landsins, og var í dágóða stund einn upp í sveit að vinna sína vinnu. Þá fór Heimir yfir muninn á Katar og Jamaíka: „Ég var í Persaflóanum í þrjú ár og kynntist þeim kúltúr. Eigum við ekki að segja að þetta sé alveg á hinum endanum á litrófinu. Það sem er bannað þar er leyfilegt hér.“ Að endingu var farið yfir launamál: „Örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu.“
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Sjá meira