Telur her og lögreglu Mexíkó bera sök á fjöldamorðum á námsmönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. september 2022 14:31 Fjöldamótmæli í Mexíkóborg til að mótmæla hvarfi stúdentanna 43 og aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart málinu. Daniel Cardenas/GettyImages Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið hershöfðingja og tvo aðra háttsetta menn innan hersins fyrir aðild þeirra að hvarfi og fjöldamorði á 43 námsmönnum fyrir 8 árum. Í síðasta mánuði var fyrrverandi ríkissaksóknari landsins handtekinn fyrir sömu sakir. Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf. Mexíkó Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf.
Mexíkó Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira