Telur her og lögreglu Mexíkó bera sök á fjöldamorðum á námsmönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. september 2022 14:31 Fjöldamótmæli í Mexíkóborg til að mótmæla hvarfi stúdentanna 43 og aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart málinu. Daniel Cardenas/GettyImages Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið hershöfðingja og tvo aðra háttsetta menn innan hersins fyrir aðild þeirra að hvarfi og fjöldamorði á 43 námsmönnum fyrir 8 árum. Í síðasta mánuði var fyrrverandi ríkissaksóknari landsins handtekinn fyrir sömu sakir. Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf. Mexíkó Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Námsmennirnir 43 hurfu sporlaust þann 26. september 2014. þegar þeir voru á leið til höfuðborgarinnar Mexíkóborgar, til þess að taka þátt í mótmælum vegna fjöldamorða stjórnvalda á 300 námsmönnum árið 1968. Fyrrverandi forseti landsins lét loka málinu Fyrrverandi forseti landsins, Enrique Peña Nieto, lokaði málinu á sínum tíma, með þeim skýringum að spilltir lögreglumenn hefðu selt námsmennina í hendur glæpasamtakanna Guerreros Unidos, sem útleggst sem Sameinaðir stríðsmenn, og að glæpamennirnir hefðu tekið ungmennin af lífi og kveikt í líkum þeirra. Og enginn var dreginn til ábyrgðar. Almenningur hefur aldrei fallist á þessa lausn og lokun málsins. Forseti landsins, Andrés Manuel López Obrador, hét því þegar hann var kosinn til embættis árið 2018 að finna hina seku og draga þá til ábyrgðar. Hann sagði að niðurstaða fyrrverandi stjórnarherra stæðist enga skoðun og skipaði sannleiksnefnd til að komast til botns í málinu. Sannleiksnefndin boðar fjöldahandtökur Nú, fjórum árum síðar, hefur sannleiksnefndin skilað niðurstöðum sínum. Hún segir ljóst að stúdentarnir hafi allir verið teknir af lífi og að aftaka þeirra hafi verið „ríkisglæpur“ sem her og lögregla beri ábyrgð á. Boðað hefur verið að 20 yfirmenn hersins og 44 lögreglumenn megi búast við að verða handteknir á næstunni og ákærðir fyrir mannrán, pyntingar og morð. Sá sem fyrstur var handtekinn var Jesús Murillo Karam, fyrrverandi ríkissaksóknari, og honum gefið að sök að eiga aðild að hvarfi stúdentanna. Hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa átt þátt í að búa til falska mynd af því sem raunverulega gerðist. Þá telur sannleiksnefndin að Murillo hafi verið meðvitaður um að námsmennirnir voru pyntaðir og ekkert aðhafst til að stöðva það. Í lok þessarar viku voru 3 háttsettir menn innan hersins svo handteknir, þar á meðal José Rodríguez Pérez hershöfðingi. Honum er m.a. gefið að sök að hafa fyrirskipað aftöku sex stúdenta sem enn voru á lífi 4 dögum eftir að hópurinn hvarf.
Mexíkó Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira