„Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 18. september 2022 22:41 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið sáttur eftir sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna í kvöld, 94-87. Þrír leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Raquel Laniero voru allar að leika sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík en sú síðastnefnda stóð upp úr. Raquel skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum. „Við erum kannski með aðeins öðruvísi leikstjórnanda núna. Raquel er meiri sóknarmaður og horfir meira á sjálfa sig miðað við það sem Vilborg var. Við þurfum að læra að nýta okkur þá styrkleika, hún gerði rosalega vel í kvöld. Hún er bara 21 árs með þvílíka ástríðu. Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík. Ég get ekki verið annað en sáttur við hennar framlag,“ svaraði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, aðspurður út í frammistöðu nýja leikstjórnanda síns. Raquel Lanerio með bikarinn eftir leikslok.Jón Björn „Þetta var liðsframmistaða. Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn en vinnum sem lið allan tímann. Við pössum upp á hverja aðra sem er lang mikilvægast. Við unnum því að liðið spilaði vel,“ sagði leikstjórnandin Raquel Laniero í samtali við Vísi eftir leik. Raquel Laniero og Aliyah Collier voru lang stigahæstar í liði Njarðvíkur en þær gerðu samtals 74 af 94 stigum Njarðvíkur í leiknum. Rúnar og Raquel þakka þó liðsframmistöðunni fyrir sigurinn. „Það eru góðar körfuboltakonur í græna búningnum. Ég er með marga rosa góða körfuboltaleikmenn. Mér fannst við sýna gæðin okkar sóknarlega í dag. Við erum búin að missa marga leikmenn en erum að fá inn leikmenn með reynslu sem geta skotið boltanum,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað þetta fyrr, það er tvisvar eða þrisvar þar sem við erum komnar með leikinn í okkar hendur en hleypum Haukunum samt aftur inn í þetta. Það er kannski bara eitthvað sem við þurfum að vinna í og ég hef ekki áhyggjur af því þar sem það er enn þá bara september.“ Framundan hjá Njarðvík er baráttan um Reykjanesbæ þegar þær fara í heimsókn til Keflavíkur í fyrstu umferð deildarkeppninnar 2022/23. Rúnar telur sig þurfa að þétta varnarleikinn hjá Njarðvík fyrir þá viðureign. „Varnarleikur beggja liða í dag var bara ekki nógu góður. Það eru það góðir skotmenn í báðum liðum að þær nýta sér það ef þær fá of mikið pláss. Við vitum að við getum unnið leik með því að skora yfir 90 stig en núna þurfum við að vinna í því að þétta varnarleikinn og við þurfum að vera ansi snöggar í því þar sem það er hörku leikur í Blue-höllinni næsta miðvikudag. Við ætlum að mæta þangað til þess að sækja sigur,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljonagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 18. september 2022 21:16