Segir að heimsfaraldrinum sé lokið Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2022 06:34 Joe Biden Bandaríkjaforseti var í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes í gærkvöldi. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kórónuveiran sé enn vandamál en að staðan hafi breyst og að heimsfaraldrinum sé lokið. Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Sjá meira
Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Sjá meira
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41
Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31
Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31