Segir að heimsfaraldrinum sé lokið Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2022 06:34 Joe Biden Bandaríkjaforseti var í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes í gærkvöldi. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kórónuveiran sé enn vandamál en að staðan hafi breyst og að heimsfaraldrinum sé lokið. Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41
Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31
Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31