Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 11:31 Hannah Tillett lá á vellinum í tæpar fjórar mínútur eftir að hún meiddist en þá var ekki enn búið að finna til sjúkrabörur fyrir hana. Skjáskot/Stöð 2 Sport Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun hafa bæði fyrirliði og þjálfari KR gagnrýnt umgjörðina í kringum kvennalið KR í fótbolta sem kristallaðist í því að engar sjúkrabörur voru til taks á leiknum við Selfoss í Bestu deildinni í gær. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lá Tillett í tæpar fjórar mínútur þrátt fyrir að hafa strax gefið skýrt til kynna að hún vildi komast af vellinum. „Takið mig út af, takið mig út af, takið mig út af,“ sagði Tillett. Klippa: Lá lengi meidd á Meistaravöllum „Hey dómari, hún er að drepast,“ heyrðist kallað af hliðarlínunni, líklega frá Birni Sigurbjörnssyni þjálfara Selfoss, og öllum var því ljóst að Tillett hefði lokið leik og þyrfti í læknisskoðun, sem hún fékk svo um kvöldið. Kallað var eftir börum en enginn svaraði kallinu. Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki enn hafa fengið upplýsingar um líðan Tillett en að móðir hennar, sem sé læknir, hafi verið á meðal áhorfenda og talið að ekki væri um krossbandsslit að ræða. Sjúkraþjálfari KR hafi ekki getað metið meiðslin strax um kvöldið. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR“ Kollegi Arnars, Christopher Harrington, heyrist í myndbandinu hér að ofan fussa og sveia yfir því hvernig haldið sé utan um kvennalið KR. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað,“ sagði Harrington en því fer fjarri að um fyrsta dæmið í sumar sé að ræða þar sem að umgjörðinni er ábótavant hjá kvennaliði KR á Meistaravöllum. Stelpur í þriðja flokki eigi að halda á börunum Arnar segir að það sé alla jafna í höndum stelpna í 3. flokki hjá KR að sjá um þau sjálfboðaliðastörf sem þurfi að sinna á heimaleikjum KR, og að ekki hafi fengist stelpur til að vera með sjúkrabörurnar í gær. Hann teldi betra að fullorðið fólk sæi um það en enn verra sé þó að börurnar hafi ekki einu sinni verið til staðar á vellinum. „Þetta er leiðinlegt og lítur illa út, og er auðvitað bara verst fyrir leikmanninn sjálfan,“ sagði Arnar Páll. Vísir hefur ekki náð tali af Tillett sjálfri í dag en hver voru viðbrögð hennar í gær? „Hún var svo sárþjáð fyrst og fremst, og svo var hún örugglega líka í miklu sjokki. Hún fór ekki upp á spítala fyrr en nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk,“ sagði Arnar. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun hafa bæði fyrirliði og þjálfari KR gagnrýnt umgjörðina í kringum kvennalið KR í fótbolta sem kristallaðist í því að engar sjúkrabörur voru til taks á leiknum við Selfoss í Bestu deildinni í gær. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lá Tillett í tæpar fjórar mínútur þrátt fyrir að hafa strax gefið skýrt til kynna að hún vildi komast af vellinum. „Takið mig út af, takið mig út af, takið mig út af,“ sagði Tillett. Klippa: Lá lengi meidd á Meistaravöllum „Hey dómari, hún er að drepast,“ heyrðist kallað af hliðarlínunni, líklega frá Birni Sigurbjörnssyni þjálfara Selfoss, og öllum var því ljóst að Tillett hefði lokið leik og þyrfti í læknisskoðun, sem hún fékk svo um kvöldið. Kallað var eftir börum en enginn svaraði kallinu. Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki enn hafa fengið upplýsingar um líðan Tillett en að móðir hennar, sem sé læknir, hafi verið á meðal áhorfenda og talið að ekki væri um krossbandsslit að ræða. Sjúkraþjálfari KR hafi ekki getað metið meiðslin strax um kvöldið. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR“ Kollegi Arnars, Christopher Harrington, heyrist í myndbandinu hér að ofan fussa og sveia yfir því hvernig haldið sé utan um kvennalið KR. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað,“ sagði Harrington en því fer fjarri að um fyrsta dæmið í sumar sé að ræða þar sem að umgjörðinni er ábótavant hjá kvennaliði KR á Meistaravöllum. Stelpur í þriðja flokki eigi að halda á börunum Arnar segir að það sé alla jafna í höndum stelpna í 3. flokki hjá KR að sjá um þau sjálfboðaliðastörf sem þurfi að sinna á heimaleikjum KR, og að ekki hafi fengist stelpur til að vera með sjúkrabörurnar í gær. Hann teldi betra að fullorðið fólk sæi um það en enn verra sé þó að börurnar hafi ekki einu sinni verið til staðar á vellinum. „Þetta er leiðinlegt og lítur illa út, og er auðvitað bara verst fyrir leikmanninn sjálfan,“ sagði Arnar Páll. Vísir hefur ekki náð tali af Tillett sjálfri í dag en hver voru viðbrögð hennar í gær? „Hún var svo sárþjáð fyrst og fremst, og svo var hún örugglega líka í miklu sjokki. Hún fór ekki upp á spítala fyrr en nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk,“ sagði Arnar.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25