Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 17:01 Nökkvi Þeyr Þórisson (t.h.) er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla. Alex Freyr Elísson (t.v.) er hins vegar í harðri baráttu um að verða sá leikmaður sem fær flest gul spjöld á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira