Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2022 22:51 Adnan Syed sést hér yfirgefa dómshús í Baltimore í kvöld. Hann hafði setið inni í rúma tvo áratugi. AP/Brian Witte Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki. Bandaríkin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki.
Bandaríkin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira