Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2022 22:51 Adnan Syed sést hér yfirgefa dómshús í Baltimore í kvöld. Hann hafði setið inni í rúma tvo áratugi. AP/Brian Witte Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki. Bandaríkin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki.
Bandaríkin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira