Gramsverslun á Þingeyri: „ Vonumst til að sögunni verði sómi gerður“ Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2022 14:54 Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurrri. Tækniþjónusta Vestfjarða „Þetta er fallegt hús á sem á sína merku sögu. Við vonumst til að sögunni verði sómi gerður.“ Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða. Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um sögufrægt hús á Þingeyri sem alla jafna er kallað Gramsverslun, en bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur nú falið henni að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsið. Því mun þó fylgja sú kvöð að gera húsið upp svo að sómi sé að. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Ísafjarðarbær Gramsverslun er byggt árið 1890 en hefur síðustu ár staðið autt og má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu síðustu ár og eignaðist sveitarfélagið húsið á uppboði árið 2004. Gramsverslun, sem var í eigu hins danska Níels C. Gram, var á sínum tíma aðalverslunin á Þingeyri, frá 1867 og til aldamóta 1900. „Við vitum um áhugasama aðila en það þarf að sjálfsögðu að auglýsa,“ segir Arna Lára í samtali við Vísi, en í minnisblaði hennar til bæjarráðs kemur fram að Fasteignafélag Þingeyrar hafi átt í viðræðum við bæjarráðs um að endurbyggja húsið. Bakhlið hússins.Tæknistofa Vestfjarða Farið að kröfum Minjastofnunar Arna Lára segist bjartsýn á að vel muni takast til og að endurbyggt hús verði bænum til sóma. „Húsið er náttúrulega friðað og fara þarf að kröfum Minjastofnunar við að endurbyggja.“ Hurð á norðvestur horni.Tækniþjónusta Vestfjarða Var flutt um miðja síðustu öld Húsið stóð upphaflega við Hafnarstræti 7 á Þingeyri en var flutt á núverandi stað um miðja öld, þegar Kaupfélag Dýrfirðinga hóf framkvæmdir við nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæði þar. Grunnflötur hússins, sem með tveimur hæðum og risi, er um 137 fermetrar og heildargólfflöturinn 350 fermetrar. Húsið er bárujárnsklætt og mjög illa farið en lausleg kostnaðaráætlun, framkvæmd af Tækniþjónustu Vestfjarða, gerir ráð fyrir að rúmar sjötíu milljónir króna muni kosta að koma húsinu í nothæft ástand. Þó megi vera að kostnaður gæti orðið umtalsvert hætti með tillit til að allir gluggar og frágangur sé sérsmíði. Bæði þarf að lagfæra húsið að innan og utan, undirstöður og allt burðarvirki, auk þess að skipta um alla glugga og útihurðir. Staðan á fyrstu hæð hússins.Tækniþjónusta Vestfjarða.
Húsavernd Ísafjarðarbær Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira