„Fór þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2022 07:00 Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari. Hann var fyrir helgi kynntur sem nýr þjálfari Jamíka. VÍSIR/VILHELM Heimir Hallgrímsson var fyrir helgi ráðinn þjálfari Jamaíka í fótbolta. Hann segist hafa tapað gleðinni á að vera í boltanum þegar hann þjálfaði í Katar, en fundið hana á ný heima í Vestmannaeyjum. „Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
„Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum
Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira