Hrúga af orðum Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2022 07:31 Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun