Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2022 12:00 Erla Bolladóttir á blaðamannafundinum, ásamt lögmanni hennar, Sigrúnu Gísladóttur. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Fundurinn fór fram í Bókasamlaginu í Skipholti í Reykjavík þar sem Erla og lögmaður hennar, Sigrún Gísladóttir, munu fara yfir stöðuna eftir tíðindi gærdagsins. Horfa má á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan, auk þess að tíðindum fundsins var lýst í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Hefur hún á undanförnum árum barist fyrir því að dómurinn verði endurupptekinn. Allir fengið endurupptöku nema Erla Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku. Dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Var kröfu Erlu því hafnað. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin þá að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar.
Fundurinn fór fram í Bókasamlaginu í Skipholti í Reykjavík þar sem Erla og lögmaður hennar, Sigrún Gísladóttir, munu fara yfir stöðuna eftir tíðindi gærdagsins. Horfa má á upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan, auk þess að tíðindum fundsins var lýst í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Hefur hún á undanförnum árum barist fyrir því að dómurinn verði endurupptekinn. Allir fengið endurupptöku nema Erla Úrskurður Endurupptökudóms féll í síðustu viku. Dómstóllinn féllst ekki á það að fram hafi komið ný gögn eða upplýsingar sem hefðu skipt verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins eða að lögregla, ríkið, dómari eða aðrir hafi haft frammi refsiverða háttsemi við niðurstöðuna, svo sem að vitni hafi vísvitandi farið með rangt mál fyrir dómi. Var kröfu Erlu því hafnað. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Taldi endurupptökunefndin þá að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar.
Dómstólar Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40 Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32 „Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29
Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. 26. júní 2022 18:40
Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2022 13:32
„Ég þrái að lifa þann dag að ég þurfi ekki að standa í þessu máli“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni una dómi héraðsdóms, sem gerir Erlu Bolladóttur kleift að höfða mál gegn ríkinu fyrir endurupptökudómstól. Erla gæti nú fengið tækifæri til að krefjast skaðabóta fyrir Hæstarétti, en hún var á sínum tíma fundin sek um rangar sakargiftir. 6. janúar 2022 21:25