KFC hótar að fara í mál við franska knattspyrnusambandið vegna Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 22:30 Mbappé í leik með franska landsliðinu. Marcio Machado/Getty Images Kentucky Fried Chicken, KFC, í Frakklandi gæti farið í mál við franska knattspyrnusambandið (FFF) þar sem aðalstjarna franska landsliðsins, Kylian Mbappé, neitar að auglýsa skyndibitakeðjuna. Vísir greindi nýverið frá því að hinn 23 ára gamli Mbappé, framherji París Saint-Germain sem og franska landsliðsins, hefði lent upp á kant við forráðamenn FFF. Deilurnar voru vegna ímyndunarréttar Mbappé, það er leikmaðurinn sjálfur og teymi hans vill fá frekari yfirráð yfir þeim á meðan sambandið vill halda hlutunum eins og þeir eru. Núverandi samningur er þannig að Mbappé þarf að sinna ákveðnum skyldum þegar hann er á ferð og flugi með landsliðinu. Það þýðir að hann þarf að auglýsa þau fyrirtæki sem FFF hefur samið við, og það er Mbappé ósáttur með. Svo ósáttur að hann neitaði að mæta í myndatöku fyrir skyndibitakeðjuna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt samning KFC og FFF á Mbappé, ásamt þremur öðrum leikmönnum liðsins, að sitja fyrir og auglýsa kjúklingastaðinn. Þar sem Mbappé lét ekki sjá sig gæti farið svo að KFC leiti réttar síns í réttarsal. Alan Beral, aðstoðarframkvæmdastjóri keðjunnar í Frakklandi, staðfesti fyrir hönd KFC að þar sem ekki hefði verið staðið við gerða samninga þá myndi keðan ekki borga sambandinu þá upphæð sem um hafði verið samið. Beral bætti svo við að skyndibitakeðjan gæti farið þá leið að kæra FFF fyrir að standa ekki við gerða samninga. KFC have threatened the French Football Federation with legal action after Kylian Mbappe refused to promote them — GOAL News (@GoalNews) September 21, 2022 Mbappé og félagar í franska landsliðinu mæta Austurríki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Frakkland er í neðsta sæti A-riðils og tap myndi þýða að heimsmeistararnir gætu mögulega niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti Franski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Sjá meira
Vísir greindi nýverið frá því að hinn 23 ára gamli Mbappé, framherji París Saint-Germain sem og franska landsliðsins, hefði lent upp á kant við forráðamenn FFF. Deilurnar voru vegna ímyndunarréttar Mbappé, það er leikmaðurinn sjálfur og teymi hans vill fá frekari yfirráð yfir þeim á meðan sambandið vill halda hlutunum eins og þeir eru. Núverandi samningur er þannig að Mbappé þarf að sinna ákveðnum skyldum þegar hann er á ferð og flugi með landsliðinu. Það þýðir að hann þarf að auglýsa þau fyrirtæki sem FFF hefur samið við, og það er Mbappé ósáttur með. Svo ósáttur að hann neitaði að mæta í myndatöku fyrir skyndibitakeðjuna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt samning KFC og FFF á Mbappé, ásamt þremur öðrum leikmönnum liðsins, að sitja fyrir og auglýsa kjúklingastaðinn. Þar sem Mbappé lét ekki sjá sig gæti farið svo að KFC leiti réttar síns í réttarsal. Alan Beral, aðstoðarframkvæmdastjóri keðjunnar í Frakklandi, staðfesti fyrir hönd KFC að þar sem ekki hefði verið staðið við gerða samninga þá myndi keðan ekki borga sambandinu þá upphæð sem um hafði verið samið. Beral bætti svo við að skyndibitakeðjan gæti farið þá leið að kæra FFF fyrir að standa ekki við gerða samninga. KFC have threatened the French Football Federation with legal action after Kylian Mbappe refused to promote them — GOAL News (@GoalNews) September 21, 2022 Mbappé og félagar í franska landsliðinu mæta Austurríki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Frakkland er í neðsta sæti A-riðils og tap myndi þýða að heimsmeistararnir gætu mögulega niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Fótbolti Franski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Sjá meira