„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Snorri Másson skrifar 22. september 2022 11:32 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra boðar breytingar hjá lögreglu svo að bregðast megi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira