Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf Snorri Másson skrifar 23. september 2022 09:02 Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð. Mikil umræða skapaðist á Twitter í vikunni vegna tísts Hermanns Rúnarssonar sem hljóðaði svo: „ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk. Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega. Þið eruð bara á spítti.“ Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg og margir urðu til þess að halda hinu gagnstæða fram, að lyf á borð við Concerta og Elvanse hefðu haft byltingarkennd áhrif til hins betra. Og að þegar athyglisbresti er til að dreifa, sé þetta einmitt ekki eins og spítt, heldur mun frekar hvert annað nauðsynlegt lyf. Málin voru rædd í Íslandi í dag á miðvikudag, viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Haraldur Erlendsson geðlæknir telur að ef eitthvað er þurfi fleiri greiningu og meðferð vegna ADHD.Vísir/Vilhelm Fá lyf sem hafa eins mikil jákvæð áhrif og þessi Haraldur Erlendsson segir að lyfin geti hvort tveggja bætt líf fólks til muna og komið í veg fyrir að það lendi í ógöngum. Það sýni mælingar. „Það eru eiginlega fá lyf sem hafa eins mikil áhrif til góðs eins og einmitt þessi lyf,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri greinast með ADHD og sú frétt er sögð árlega að Íslendingar séu Norðurlandameistarar og hástökkvarar í uppáskriftum. Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%. „Þessi fyrstu 5% eru oft mikið veikir einstaklingar og fúnkera kannski ekki vel í þjóðfélaginu. Hinir sem eru að standa sig mun [10 prósentin sem eru ekki með greiningu] betur myndu samt standa sig miklu betur ef þeir væru á einhvers konar meðferð, hvaða meðferð sem það er,“ segir Haraldur. Vill greina enn fleiri Nú greinist hver fullorðinn á fætur öðrum með ADHD og fer í kjölfarið á lyf. Því er haldið fram að sumir fari sér óðslega í að sjúkdómsgreina þegar þess er ekki endilega þörf. Haraldur segir þó gífurlega vinnu að baki hverri greiningu. ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk.Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega.Þið eruð bara á spítti.— Hermann Rúnarsson (@nomoremriceguy) September 18, 2022 „Það er eiginlega enginn sjúkdómur í geðlæknisfræðunum sem er metinn eins nákvæmlega. Við förum gjarnan yfir 300 spurningar til að kanna þetta og til að mæla bæði hvaða einkenni eru til staðar og á hvaða sviðum þetta er að hamla fólki,“ segir Haraldur. „Við erum að nota örvandi lyf sem eru skráð sem fíkniefni til að hjálpa fólki. Þess vegna eru menn á varðbergi. Eins og á Íslandi, þetta er alvarlegt mál. Mest notaða fíkniefnið á Íslandi eru ADHD-lyfin, þeir sem eru verstu fíklarnir eru að sprauta þessu í æð. Þannig að dimma hliðin er sú að þetta er líka að valda vandræðum.“ Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%.Vísir/Vilhelm Haraldur hvetur til þess að sjúkdómurinn verði tekinn alvarlegar. „Þetta kostar mikið. Þetta skapar mikla vanlíðan og mikið liggur við að við sinnum þessu mun betur en hingað til, jafnvel tvisvar sinnum betur. Ég vil sjá 50% aukningu að minnsta kosti á meðferðum við ADHD og greiningum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Ísland í dag Tengdar fréttir Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58 Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 „Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á Twitter í vikunni vegna tísts Hermanns Rúnarssonar sem hljóðaði svo: „ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk. Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega. Þið eruð bara á spítti.“ Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg og margir urðu til þess að halda hinu gagnstæða fram, að lyf á borð við Concerta og Elvanse hefðu haft byltingarkennd áhrif til hins betra. Og að þegar athyglisbresti er til að dreifa, sé þetta einmitt ekki eins og spítt, heldur mun frekar hvert annað nauðsynlegt lyf. Málin voru rædd í Íslandi í dag á miðvikudag, viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Haraldur Erlendsson geðlæknir telur að ef eitthvað er þurfi fleiri greiningu og meðferð vegna ADHD.Vísir/Vilhelm Fá lyf sem hafa eins mikil jákvæð áhrif og þessi Haraldur Erlendsson segir að lyfin geti hvort tveggja bætt líf fólks til muna og komið í veg fyrir að það lendi í ógöngum. Það sýni mælingar. „Það eru eiginlega fá lyf sem hafa eins mikil áhrif til góðs eins og einmitt þessi lyf,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri greinast með ADHD og sú frétt er sögð árlega að Íslendingar séu Norðurlandameistarar og hástökkvarar í uppáskriftum. Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%. „Þessi fyrstu 5% eru oft mikið veikir einstaklingar og fúnkera kannski ekki vel í þjóðfélaginu. Hinir sem eru að standa sig mun [10 prósentin sem eru ekki með greiningu] betur myndu samt standa sig miklu betur ef þeir væru á einhvers konar meðferð, hvaða meðferð sem það er,“ segir Haraldur. Vill greina enn fleiri Nú greinist hver fullorðinn á fætur öðrum með ADHD og fer í kjölfarið á lyf. Því er haldið fram að sumir fari sér óðslega í að sjúkdómsgreina þegar þess er ekki endilega þörf. Haraldur segir þó gífurlega vinnu að baki hverri greiningu. ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk.Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega.Þið eruð bara á spítti.— Hermann Rúnarsson (@nomoremriceguy) September 18, 2022 „Það er eiginlega enginn sjúkdómur í geðlæknisfræðunum sem er metinn eins nákvæmlega. Við förum gjarnan yfir 300 spurningar til að kanna þetta og til að mæla bæði hvaða einkenni eru til staðar og á hvaða sviðum þetta er að hamla fólki,“ segir Haraldur. „Við erum að nota örvandi lyf sem eru skráð sem fíkniefni til að hjálpa fólki. Þess vegna eru menn á varðbergi. Eins og á Íslandi, þetta er alvarlegt mál. Mest notaða fíkniefnið á Íslandi eru ADHD-lyfin, þeir sem eru verstu fíklarnir eru að sprauta þessu í æð. Þannig að dimma hliðin er sú að þetta er líka að valda vandræðum.“ Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%.Vísir/Vilhelm Haraldur hvetur til þess að sjúkdómurinn verði tekinn alvarlegar. „Þetta kostar mikið. Þetta skapar mikla vanlíðan og mikið liggur við að við sinnum þessu mun betur en hingað til, jafnvel tvisvar sinnum betur. Ég vil sjá 50% aukningu að minnsta kosti á meðferðum við ADHD og greiningum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Ísland í dag Tengdar fréttir Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58 Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 „Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58
Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00
„Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30