„Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 14:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með GOG gegn Barcelona en spænska stórveldið var lengi með hann í sigti sínu. EPA/Alberto Estévez Arnar Freyr Theodórsson fór að „fikta“ við umboðsmennsku árið 2007 og hefur síðan tekið að sér marga handknattleiksmenn og kynnst ýmsu. Hann fékk eitt sinn að sjá skýrslu njósnara Barcelona um íslenskan leikmann sem spænska stórveldið taldi að yrði einn sá albesti í heimi í sinni stöðu. Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira