Þetta er í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra. Aron leikur sinn 98. landsleik í dag.
Alfreð Finnbogason er einnig í byrjunarliðinu og leikur sinn fyrsta landsleik síðan 15. nóvember 2020 þegar Ísland tapaði fyrir Danmörku, 2-1, í Þjóðadeildinni.
Alfreð er í fremstu víglínu en Aron er í stöðu miðvarðar ásamt Herði Björgvini Magnússyni. Guðlaugur Victor Pálsson og Davíð Kristján Ólafsson eru bakverðir og Rúnar Alex Rúnarsson í markinu.
Á miðjunni eru Birkir Bjarnason og Skagamennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Hákon Arnar Haraldsson. Þriðji Skagamaðurinn, Arnór Sigurðsson, er á hægri kantinum og Jón Dagur Þorsteinsson á þeim vinstri.
Byrjunarlið A karla gegn Venesúela, en liðin mætast á Motion Invest Arena í Vín í vináttuleik kl. 16:00.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2022
Leikurinn er í beinni útsendingu, í opinni dagskrá, á Viaplay.
Our starting lineup for our friendly against Venezuela.#fyririsland pic.twitter.com/VTYj1yVunG
Leikur Íslands og Venesúela hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.