Ísak kunni varla að synda en sló svo líklega heimsmet í Ironman Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 08:01 Ísak Norðfjörð með fjölskyldu sinni og mági eftir afrekið á Ítalíu. Frá vinstri: Arna móðir Ísaks, Nökkvi bróðir hans, Sveinn mágur hans, Ísold systir hans, Ísak sjálfur og Guðjón faðir hans. Ísak Norðfjörð hafði gaman af því að taka fram úr pabba sínum og setti að öllum líkindum heimsmet þegar hann kláraði Ironman þríþrautina á Ítalíu, aðeins 18 ára og eins dags gamall. Samt segist hann varla hafa kunnað að synda fyrir hálfu ári síðan. „Ég ætlaði mér að klára þetta sama hvað. Ég var bara búinn að ákveða það frá byrjun, jafnvel þó að ég þyrfti að skríða í mark,“ segir Ísak glaðbeittur í samtali við Vísi, eftir að hafa síðasta sunnudag synt 3,8 kílómetra, hjólað 180,2 kílómetra og hlaupið heilt maraþon (42,2 kílómetra), sennilega yngstur allra frá upphafi. Þar sem að átján ára aldurstakmark er í keppni í Ironman er ekki hægt að útiloka að met Ísaks verði einhvern tímann bætt, um einn dag, en eftir því sem næst verður komist hefur yngri íþróttamaður ekki klárað heilan Ironman. Óhætt er að segja að Ísak tilheyri mikilli Ironman-fjölskyldu en auk Ísaks kláruðu tvö systkini hans, pabbi og mágur heilan Ironman og móðirin Arna Hansen fór hálfan Ironman, í Emilía-Rómanja héraðinu þar sem yfir 100 íslenskir keppendur tóku þátt. Öll æfir fjölskyldan, sem er af Seltjarnarnesi, með Ægi3. Systirin yngst íslenskra kvenna Svo merkilega vill til að Ísold, systir Ísaks, varð yngst íslenskra kvenna til að klára Ironman þegar hún afrekaði það á sömu slóðum í fyrra, 24 ára gömul. „Eftir að hún varð sú yngsta í fyrra þá hringdi hún í mig og lét mig vita að þessi keppni yrði á 18 ára afmælisdaginn minn í ár, og spurði hvort ég vildi ekki skrá mig. Ég hafði aldrei hjólað þannig að ég væri að keppa, aldrei synt neitt af viti, og aðallega hlaupið á fótboltaæfingum. En ég skráði mig bara.“ Keppninni var svo reyndar frestað um einn dag vegna veðurs. Ísak Norðfjörð með íslenska fánann að klára heilan Ironman, aðeins 18 ára og eins dags gamall.Mynd/Arna Hansen Ísak segir að fyrsti hluti þrautarinnar, sundið, hafi svo sannarlega reynst sér erfiðastur en hann naut sín vel í heila maraþoninu í lokin, þrátt fyrir allt sem hann hafði þá þegar lagt á sig. „Æ, af hverju er ég að gera þetta?“ „Ég var eiginlega ósyndur í febrúar, þannig að það var mjög erfitt að koma mér í gengum sundið. Ég gat ekki synt í 25 metra laug. En ég æfði og æfði, og sundið gekk bara á endanum mjög vel þó að það væri vissulega mjög erfitt. Maður leit í kringum sig, í miðjum sjónum og kílómetra frá landi, svo það var svolítið óþægilegt. Og maður hugsaði með sér: Æ, af hverju er ég að gera þetta? En þetta gekk. Á hjólinu gekk svo frekar vel, en maður er að borða einhver gel allan tímann sem eru ekki mjög þægileg fyrir magann. Maður var því með magaverk og á mörkunum með að fara að æla, en það gekk samt mjög vel. Í hlaupinu fannst mér svo geðveikt gaman allan tímann. Ég var alveg búinn á því, á mörkum þess að fá krampa, en það var bara svo mikil stemning og gaman. Allir að styðja okkur og þetta var bara ólýsanlegt,“ segir Ísak. „Jæja pabbi, þá er ég búinn að ná þér“ Guðjón Norðfjörð pabbi hans tók eins og fyrr segir heilan Ironman og einnig Nökkvi og Ísold, systkini Ísaks, og mamman Arna Hansen tók hálfan Iroman. Sveinn Þráinn Guðmundsson, maður Ísoldar, tók einnig heilan Ironman. Nökkvi var fyrstur af hópnum á 11:29:24 klukkutímum en Ísak, sem tók fram úr pabba sínum í maraþoninu, kom á endanum í mark á 11:46:44 klukkutímum. „Við vorum öll sjúklega spennt þegar keppnin var að hefjast. Svo hitti ég pabba á skiptisvæðinu á leiðinni að hjóla. Hann var mjög mikið að drífa sig og hafði engan tíma í það þegar ég ætlaði eitthvað aðeins að spjalla. Hann ætlaði að reyna að vera á undan mér,“ segir Ísak léttur í bragði. „Svo sáumst við oft í hlaupinu því þar voru hlaupnir fjórir tíu kílómetra hringir sem voru þannig að við gátum mæst. Ég náði pabba í hlaupinu. Það var svo gaman. Ég tók aðeins í öxlina á honum og lét hann vita: Jæja pabbi, þá er ég búinn að ná þér,“ bætir Ísak við og hlær. Ísak er nú kominn heim en hann er á þriðja ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann segist hafa æft ýmsar íþróttir hjá Gróttu á yngri árum en aðspurður hvort hann hyggist núna leggja fjölskyldusportið alfarið fyrir sig svarar hann: „Það er spurning. Ég ætla núna held ég að einbeita mér að hlaupunum. Mér finnst þau langskemmtilegust og mögulega langar mig að verða atvinnuhlaupari.“ Þríþraut Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
„Ég ætlaði mér að klára þetta sama hvað. Ég var bara búinn að ákveða það frá byrjun, jafnvel þó að ég þyrfti að skríða í mark,“ segir Ísak glaðbeittur í samtali við Vísi, eftir að hafa síðasta sunnudag synt 3,8 kílómetra, hjólað 180,2 kílómetra og hlaupið heilt maraþon (42,2 kílómetra), sennilega yngstur allra frá upphafi. Þar sem að átján ára aldurstakmark er í keppni í Ironman er ekki hægt að útiloka að met Ísaks verði einhvern tímann bætt, um einn dag, en eftir því sem næst verður komist hefur yngri íþróttamaður ekki klárað heilan Ironman. Óhætt er að segja að Ísak tilheyri mikilli Ironman-fjölskyldu en auk Ísaks kláruðu tvö systkini hans, pabbi og mágur heilan Ironman og móðirin Arna Hansen fór hálfan Ironman, í Emilía-Rómanja héraðinu þar sem yfir 100 íslenskir keppendur tóku þátt. Öll æfir fjölskyldan, sem er af Seltjarnarnesi, með Ægi3. Systirin yngst íslenskra kvenna Svo merkilega vill til að Ísold, systir Ísaks, varð yngst íslenskra kvenna til að klára Ironman þegar hún afrekaði það á sömu slóðum í fyrra, 24 ára gömul. „Eftir að hún varð sú yngsta í fyrra þá hringdi hún í mig og lét mig vita að þessi keppni yrði á 18 ára afmælisdaginn minn í ár, og spurði hvort ég vildi ekki skrá mig. Ég hafði aldrei hjólað þannig að ég væri að keppa, aldrei synt neitt af viti, og aðallega hlaupið á fótboltaæfingum. En ég skráði mig bara.“ Keppninni var svo reyndar frestað um einn dag vegna veðurs. Ísak Norðfjörð með íslenska fánann að klára heilan Ironman, aðeins 18 ára og eins dags gamall.Mynd/Arna Hansen Ísak segir að fyrsti hluti þrautarinnar, sundið, hafi svo sannarlega reynst sér erfiðastur en hann naut sín vel í heila maraþoninu í lokin, þrátt fyrir allt sem hann hafði þá þegar lagt á sig. „Æ, af hverju er ég að gera þetta?“ „Ég var eiginlega ósyndur í febrúar, þannig að það var mjög erfitt að koma mér í gengum sundið. Ég gat ekki synt í 25 metra laug. En ég æfði og æfði, og sundið gekk bara á endanum mjög vel þó að það væri vissulega mjög erfitt. Maður leit í kringum sig, í miðjum sjónum og kílómetra frá landi, svo það var svolítið óþægilegt. Og maður hugsaði með sér: Æ, af hverju er ég að gera þetta? En þetta gekk. Á hjólinu gekk svo frekar vel, en maður er að borða einhver gel allan tímann sem eru ekki mjög þægileg fyrir magann. Maður var því með magaverk og á mörkunum með að fara að æla, en það gekk samt mjög vel. Í hlaupinu fannst mér svo geðveikt gaman allan tímann. Ég var alveg búinn á því, á mörkum þess að fá krampa, en það var bara svo mikil stemning og gaman. Allir að styðja okkur og þetta var bara ólýsanlegt,“ segir Ísak. „Jæja pabbi, þá er ég búinn að ná þér“ Guðjón Norðfjörð pabbi hans tók eins og fyrr segir heilan Ironman og einnig Nökkvi og Ísold, systkini Ísaks, og mamman Arna Hansen tók hálfan Iroman. Sveinn Þráinn Guðmundsson, maður Ísoldar, tók einnig heilan Ironman. Nökkvi var fyrstur af hópnum á 11:29:24 klukkutímum en Ísak, sem tók fram úr pabba sínum í maraþoninu, kom á endanum í mark á 11:46:44 klukkutímum. „Við vorum öll sjúklega spennt þegar keppnin var að hefjast. Svo hitti ég pabba á skiptisvæðinu á leiðinni að hjóla. Hann var mjög mikið að drífa sig og hafði engan tíma í það þegar ég ætlaði eitthvað aðeins að spjalla. Hann ætlaði að reyna að vera á undan mér,“ segir Ísak léttur í bragði. „Svo sáumst við oft í hlaupinu því þar voru hlaupnir fjórir tíu kílómetra hringir sem voru þannig að við gátum mæst. Ég náði pabba í hlaupinu. Það var svo gaman. Ég tók aðeins í öxlina á honum og lét hann vita: Jæja pabbi, þá er ég búinn að ná þér,“ bætir Ísak við og hlær. Ísak er nú kominn heim en hann er á þriðja ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann segist hafa æft ýmsar íþróttir hjá Gróttu á yngri árum en aðspurður hvort hann hyggist núna leggja fjölskyldusportið alfarið fyrir sig svarar hann: „Það er spurning. Ég ætla núna held ég að einbeita mér að hlaupunum. Mér finnst þau langskemmtilegust og mögulega langar mig að verða atvinnuhlaupari.“
Þríþraut Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn