Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2022 22:22 ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair. Teikning/Heart Aerospace Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt tölvuteiknað myndband af fyrirhugaðri ES-30 flugvél Heart Aerospace í litum Icelandair. Sænski frumkvöðullinn Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart, kynnti flugheiminum í síðustu viku grind að þrjátíu sæta flugvél. Sú verður uppfærð útgáfa af nítján sæta vél, ES-19, sem fyrirtækið hafði áður stefnt að. Byrjað er að smíða frumeintakið í flugvélaverksmiðju Heart Aerospace í Gautaborg í Svíþjóð.Heart Aerospace Jafnframt var skýrt frá því að flugvélin yrði tvinnvél en ekki eingöngu rafmagnsflugvél og að hún myndi einnig geta gengið á sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Ennfremur að stofnaður hefði verið fagráðsvettvangur með ýmsum aðilum í fluginu um þróun hennar. „Icelandair er þar þátttakandi ásamt fleiri flugrekendum, flugvöllum og fleiri. Þar er hugmyndin að það sé hægt að nýta þessa miklu reynslu sem skapast bara í umhverfi flugs til að tryggja örugga og áreiðanlega þróun flugvélarinnar,“ segir vélaverkfræðingurinn Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Heiða Njóla Guðbrandsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Arnar Halldórsson Icelandair og Heart Aerospace kynntu í fyrra samstarf um minni vélina en undirrituðu nýja viljayfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag um þá stærri. Sænska fyrirtækið birti myndir af vélinni í útliti Icelandair þegar kynnt var hvaða flugfélög hefðu lýst áhuga á að kaupa hana. „Þetta sem við gefum út er í raun yfirlýsing um áhuga á þróun flugvélarinnar og við nefnum fimm vélar til samræmis við flota okkar í innanlandsflugi í dag. Og svo er það verkefni okkar núna að meta hvernig þetta verkefni hæfir rekstrinum í framtíðinni.“ Frá kynningarfundi Heart Aerospace í Gautaborg í síðustu viku. Forstjóri SAS, Anko Van der Werff, á sviðinu en skandinavíska flugfélagið er í hópi þeirra sem stefna að því að kaupa flugvélina.Heart Aerospace Heart Aerospace stefnir að því að þeirra vél verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. En hvenær telja ráðamenn Icelandair raunhæft að slíkar vélar sjáist í innanlandsfluginu á Íslandi? „Það er horft til tækifæra tengt rafmagnsflugi og raunar vetnisflugi á þessum áratug. Það er eitthvað sem við teljum mögulega þróun.“ -Þannig að fyrir 2030 gætum við séð jafnvel svona vél á Reykjavíkurflugvelli? „Það er mögulegt, já,“ svarar Heiða Njóla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum á Hellu í sumar þegar fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi: Icelandair Fréttir af flugi Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Svíþjóð Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. 18. september 2022 07:27 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt tölvuteiknað myndband af fyrirhugaðri ES-30 flugvél Heart Aerospace í litum Icelandair. Sænski frumkvöðullinn Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart, kynnti flugheiminum í síðustu viku grind að þrjátíu sæta flugvél. Sú verður uppfærð útgáfa af nítján sæta vél, ES-19, sem fyrirtækið hafði áður stefnt að. Byrjað er að smíða frumeintakið í flugvélaverksmiðju Heart Aerospace í Gautaborg í Svíþjóð.Heart Aerospace Jafnframt var skýrt frá því að flugvélin yrði tvinnvél en ekki eingöngu rafmagnsflugvél og að hún myndi einnig geta gengið á sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Ennfremur að stofnaður hefði verið fagráðsvettvangur með ýmsum aðilum í fluginu um þróun hennar. „Icelandair er þar þátttakandi ásamt fleiri flugrekendum, flugvöllum og fleiri. Þar er hugmyndin að það sé hægt að nýta þessa miklu reynslu sem skapast bara í umhverfi flugs til að tryggja örugga og áreiðanlega þróun flugvélarinnar,“ segir vélaverkfræðingurinn Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Heiða Njóla Guðbrandsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Arnar Halldórsson Icelandair og Heart Aerospace kynntu í fyrra samstarf um minni vélina en undirrituðu nýja viljayfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag um þá stærri. Sænska fyrirtækið birti myndir af vélinni í útliti Icelandair þegar kynnt var hvaða flugfélög hefðu lýst áhuga á að kaupa hana. „Þetta sem við gefum út er í raun yfirlýsing um áhuga á þróun flugvélarinnar og við nefnum fimm vélar til samræmis við flota okkar í innanlandsflugi í dag. Og svo er það verkefni okkar núna að meta hvernig þetta verkefni hæfir rekstrinum í framtíðinni.“ Frá kynningarfundi Heart Aerospace í Gautaborg í síðustu viku. Forstjóri SAS, Anko Van der Werff, á sviðinu en skandinavíska flugfélagið er í hópi þeirra sem stefna að því að kaupa flugvélina.Heart Aerospace Heart Aerospace stefnir að því að þeirra vél verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. En hvenær telja ráðamenn Icelandair raunhæft að slíkar vélar sjáist í innanlandsfluginu á Íslandi? „Það er horft til tækifæra tengt rafmagnsflugi og raunar vetnisflugi á þessum áratug. Það er eitthvað sem við teljum mögulega þróun.“ -Þannig að fyrir 2030 gætum við séð jafnvel svona vél á Reykjavíkurflugvelli? „Það er mögulegt, já,“ svarar Heiða Njóla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum á Hellu í sumar þegar fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi:
Icelandair Fréttir af flugi Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Svíþjóð Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. 18. september 2022 07:27 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. 18. september 2022 07:27
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24