Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2022 09:00 Búast má við töluverðum breytingum á spænska liðinu sem keppti á EM í sumar. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið. Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Leikmennirnir hafa allir sent bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leikmönnunum mistókst að koma þjálfaranum frá í ágúst en hafa nú neitað að taka þátt í landsliðsverkefnum á meðan hans nýtur við í þjálfarastólnum. Sex leikmenn Barcelona eru á meðal þeirra sem sendu bréf, sem og Ona Batlle og Lucía García úr Manchester City og Laia Aleixandri og Leila Ohabi úr Manchester United. Knattspyrnusambandið í hart Spænska knattspyrnusambandið, RFEF, sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þessu er lýst sem „fordæmalausu í sögu fótboltans“ og ástandi sem „fari út fyrir íþróttir og sé spurning um reisn“. Sambandið ætli sér ekki að láta undan þrýstingi leikmannana. Enn fremur benti sambandið á að ákvörðun leikmanna um að draga sig í hlé gæti varðað allt að tveggja til fimm ára bann frá landsliðinu. Enginn leikmannana verði valinn í landsliðið fyrr en þeir biðjist afsökunar og komi til þess muni liðið vera skipað unglingum. Vilda er ekki vinsæll en sambandið stendur við bakið á honum.Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Aðeins þrjár vikur eru síðan leikmenn liðsins létu óánægju sína með Vilda í ljós við Luis Rubiales, forseta sambandsins. Þær gerðu slíkt hið sama við Vilda sem neitaði að segja af sér. Leikmenn héldu í kjölfarið blaðamannafund þar sem greint var frá því að krafan hefði ekki verið um afsögn á þeim tíma, en þær hafi verið fullvissaðar um breytingar - sem lítið hafi borið á síðan. Spánn á leik við Svíþjóð þann 7. október næst komandi. Liðið komst í átta liða úrslit á EM í sumar undir stjórn Vilda hvar þær spænsku töpuðu fyrir Englandi, sem vann mótið.
Spænski boltinn Spánn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira