Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2022 10:33 Maðurinn var aðeins tólf ára gamall þegar lögregla og sérsveit var kölluð út vegna hans. Vísir/Vilhelm Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem maðurinn hefur komið við sögu sérsveitar en þegar hann var aðeins tólf ára gamall slasaðist hann eftir að sérsveit yfirbugaði hann. Sérsveitin hafði þá verið kölluð út á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um vopnaðan mann í bifreið. Þar var þó um tólf ára gamlan dreng með leikfang að ræða. Fram kemur í fréttum frá sínum tíma að sérsveitin hafi ráðist inn í bifreiðina, beint skotvopnum að drengnum og skipað honum að fara út úr bílnum og leggjast í jörðina. Þar hafi höndum hans verið haldið fyrir aftan bak. Þá segir í gömlum fréttum að hann hafi orðið fyrir nokkrum meiðslum. Nú er þessi drengur, eða maður, grunaður um að undirbúa hryðjuverk með hópi manna. Hann og annar, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn verið spurður um atvikið þegar hann var barn í yfirheyrslu hjá lögreglu frá þv í hann var handtekinn á miðvikudag. Maðurinn var nafngreindur í fjölmiðlum í gær en lögmaður hans, Ómar Örn Bjarnþórsson segist í samtali við fréttastofu fordæma nafngreiningu mannsins. Hann biður þá fólk að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Heimildir fréttastofu herma að einn þeirra manna sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu á miðvikudag og síðar sleppt sé lögmaður og hafi verið leigutaki í húsnæði í Mosfellsbæ sem leit lögreglu beindist að. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna í málinu á fullu en ekki sé hægt að greina hvers eðlis sú vinna sé. Lögregla hafi mjög knappan tíma áður en gæsluvarðhaldsúrskurður renni út yfir öðrum mannanna og vinni því öllum stundum að því. Fréttin var uppfærð klukkan 11:20. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem maðurinn hefur komið við sögu sérsveitar en þegar hann var aðeins tólf ára gamall slasaðist hann eftir að sérsveit yfirbugaði hann. Sérsveitin hafði þá verið kölluð út á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um vopnaðan mann í bifreið. Þar var þó um tólf ára gamlan dreng með leikfang að ræða. Fram kemur í fréttum frá sínum tíma að sérsveitin hafi ráðist inn í bifreiðina, beint skotvopnum að drengnum og skipað honum að fara út úr bílnum og leggjast í jörðina. Þar hafi höndum hans verið haldið fyrir aftan bak. Þá segir í gömlum fréttum að hann hafi orðið fyrir nokkrum meiðslum. Nú er þessi drengur, eða maður, grunaður um að undirbúa hryðjuverk með hópi manna. Hann og annar, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn verið spurður um atvikið þegar hann var barn í yfirheyrslu hjá lögreglu frá þv í hann var handtekinn á miðvikudag. Maðurinn var nafngreindur í fjölmiðlum í gær en lögmaður hans, Ómar Örn Bjarnþórsson segist í samtali við fréttastofu fordæma nafngreiningu mannsins. Hann biður þá fólk að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Heimildir fréttastofu herma að einn þeirra manna sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu á miðvikudag og síðar sleppt sé lögmaður og hafi verið leigutaki í húsnæði í Mosfellsbæ sem leit lögreglu beindist að. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna í málinu á fullu en ekki sé hægt að greina hvers eðlis sú vinna sé. Lögregla hafi mjög knappan tíma áður en gæsluvarðhaldsúrskurður renni út yfir öðrum mannanna og vinni því öllum stundum að því. Fréttin var uppfærð klukkan 11:20.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31
Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25
Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00