Tímamót í heilsufarssögu Íslendinga Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 24. september 2022 19:01 Ný Brjóstamiðstöð á Landspítala við Eiríksgötu hefur verið starfandi frá því í apríl á seinasta ári en var með formlegum hætti opnuð af Willum Þór, heilbrigðisráðherra í gær. Aðstaðan á Brjóstamiðstöðinni er til fyrirmyndar en þjónustu miðstöðvarinnar er ætlað að ná yfir alla skimun og klíníska brjóstamyndagreiningu, göngudeildarþjónustu tengdra sérgreina, meðferð og eftirlit allra brjóstameina. Miðstöðin mun einnig sinna þjónustu úti á landi og fólki sem er í áhættuhópi á að fá krabbamein vegna stökkbreytinga í genum. Henni er því ætlað að vera miðpunktur í þjónustu við þá sem greinast með mein eða sjúkdóm í brjóstum. Grundvallarþáttur við undirbúning og skipulagningu þjónustu brjóstamiðstöðvarinnar var að sameina á einum stað sérfræðinga á sviði krabbameinslækninga, brjóstaskurðlækninga, geislalækninga og lýtalækninga. Brjóstamiðstöðin felur í sér fordæmi og fyrirmynd sem byggt verður á við áframhaldandi þróun göngudeildarþjónustu í starfsemi Landspítala. Framtíðarsýn miðstöðvarinnar er að gera þeim sem á þurfa að halda auðveldara að leita aðstoðar, að tryggja notendum samfellda og samþætta þjónustu við greiningu brjóstameina. Heildræn lausn fyrir öll vandamál frá brjóstum. Hér er um að ræða afar stórt framfaraskref í þjónustu og raun eru þetta tímamót í heilsufarssögu Íslendinga. Krabbamein er óboðinn gestur Að meðaltali greinast um 240 einstaklingar með mein í brjóstum á ári. Konum á Íslandi er boðin reglubundin skimun fyrir krabbameini í brjóstum. Konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70 til 74 ára á þriggja ára fresti. Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ekki nærri því allar konur þiggja þessi boð og við á Íslandi þurfum að bæta okkur þar. Algengasta krabbamein hjá konum á Íslandi er brjóstakrabbamein og því fyrr sem sjúkdómurinn greinist því betri eru lífslíkurnar. Skipuleg skimun er því afar mikilvæg til þess að finna og greina sjúkdóminn snemma. Við megum heldur ekki gleyma að skoða brjóstin okkar sjálfar, t.d. þegar við undirbúum okkur fyrir daginn eða í sturtunni. Ef við gerum þetta einu sinni til tvisvar í hverjum mánuði er mögulega auðveldara að gera sér grein fyrir breytingum á milli skipta og grípa óboðna gestinn áður en hann fer að valda alvöru ónæði. Við í Framsókn viljum halda áfram að tryggja að heilbrigðisþjónusta hérlendis verði í fremstu röð. Við viljum leggja áherslu á að gæði heilbrigðisþjónustu sé ávallt eins og best verður á kosið með því að leita hagkvæmra og skilvirkra lausna. Einstaklingsmiðuð þjónusta, teymisvinna og nýsköpun eru lykilatriði í þjónustu nýrrar brjóstamiðstöðvar sem byggir á nútímalegri nálgun við skipulag og veitingu göngudeildarþjónustu. Brjóstamiðstöðin við Eiríksgötu felur í sér fordæmi og fyrirmynd sem hægt verður að byggja á við áframhaldandi þróun göngudeildarþjónustu í starfsemi Landspítala. Landspítala appið Önnur tímamót í heilbrigðismálum á Íslandi er smáforrit í boði Landspítala. Smáforritið er enn í þróun en í nokkrum áföngum er verið að innleiða það. Upplýsingar sem finna má í appinu eru t.d. innlagnir/komur, tímabókanir, staða rannsókna o.fl. Upplýsingar sem birtast í smáforritinu og tengjast dvöl þinni á spítalanum eru t.d. upplýsingar um lífsmarkamælingar, lyf, starfsmenn, feril dvalar þinnar og svo framvegis. Nýtt Landspítala smáforrit verður einnig tekið til notkunar á brjóstamiðstöðinni fljótlega og verður það bylting í stafrænni upplýsingagjöf og öllu utanumhaldi fyrir einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. Hér er því sannarlega um að ræða tímamótaskref í heilsufarssögu Íslendinga og berum við öll miklar vonir og væntingar við áframhaldandi velgengni á þessu sviði og öllum öðrum sviðum heilbrigðismála. Með Willum Þór í forsvari heilbrigðismála á Íslandi erum við sannarlega á réttri leið. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Ný Brjóstamiðstöð á Landspítala við Eiríksgötu hefur verið starfandi frá því í apríl á seinasta ári en var með formlegum hætti opnuð af Willum Þór, heilbrigðisráðherra í gær. Aðstaðan á Brjóstamiðstöðinni er til fyrirmyndar en þjónustu miðstöðvarinnar er ætlað að ná yfir alla skimun og klíníska brjóstamyndagreiningu, göngudeildarþjónustu tengdra sérgreina, meðferð og eftirlit allra brjóstameina. Miðstöðin mun einnig sinna þjónustu úti á landi og fólki sem er í áhættuhópi á að fá krabbamein vegna stökkbreytinga í genum. Henni er því ætlað að vera miðpunktur í þjónustu við þá sem greinast með mein eða sjúkdóm í brjóstum. Grundvallarþáttur við undirbúning og skipulagningu þjónustu brjóstamiðstöðvarinnar var að sameina á einum stað sérfræðinga á sviði krabbameinslækninga, brjóstaskurðlækninga, geislalækninga og lýtalækninga. Brjóstamiðstöðin felur í sér fordæmi og fyrirmynd sem byggt verður á við áframhaldandi þróun göngudeildarþjónustu í starfsemi Landspítala. Framtíðarsýn miðstöðvarinnar er að gera þeim sem á þurfa að halda auðveldara að leita aðstoðar, að tryggja notendum samfellda og samþætta þjónustu við greiningu brjóstameina. Heildræn lausn fyrir öll vandamál frá brjóstum. Hér er um að ræða afar stórt framfaraskref í þjónustu og raun eru þetta tímamót í heilsufarssögu Íslendinga. Krabbamein er óboðinn gestur Að meðaltali greinast um 240 einstaklingar með mein í brjóstum á ári. Konum á Íslandi er boðin reglubundin skimun fyrir krabbameini í brjóstum. Konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70 til 74 ára á þriggja ára fresti. Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ekki nærri því allar konur þiggja þessi boð og við á Íslandi þurfum að bæta okkur þar. Algengasta krabbamein hjá konum á Íslandi er brjóstakrabbamein og því fyrr sem sjúkdómurinn greinist því betri eru lífslíkurnar. Skipuleg skimun er því afar mikilvæg til þess að finna og greina sjúkdóminn snemma. Við megum heldur ekki gleyma að skoða brjóstin okkar sjálfar, t.d. þegar við undirbúum okkur fyrir daginn eða í sturtunni. Ef við gerum þetta einu sinni til tvisvar í hverjum mánuði er mögulega auðveldara að gera sér grein fyrir breytingum á milli skipta og grípa óboðna gestinn áður en hann fer að valda alvöru ónæði. Við í Framsókn viljum halda áfram að tryggja að heilbrigðisþjónusta hérlendis verði í fremstu röð. Við viljum leggja áherslu á að gæði heilbrigðisþjónustu sé ávallt eins og best verður á kosið með því að leita hagkvæmra og skilvirkra lausna. Einstaklingsmiðuð þjónusta, teymisvinna og nýsköpun eru lykilatriði í þjónustu nýrrar brjóstamiðstöðvar sem byggir á nútímalegri nálgun við skipulag og veitingu göngudeildarþjónustu. Brjóstamiðstöðin við Eiríksgötu felur í sér fordæmi og fyrirmynd sem hægt verður að byggja á við áframhaldandi þróun göngudeildarþjónustu í starfsemi Landspítala. Landspítala appið Önnur tímamót í heilbrigðismálum á Íslandi er smáforrit í boði Landspítala. Smáforritið er enn í þróun en í nokkrum áföngum er verið að innleiða það. Upplýsingar sem finna má í appinu eru t.d. innlagnir/komur, tímabókanir, staða rannsókna o.fl. Upplýsingar sem birtast í smáforritinu og tengjast dvöl þinni á spítalanum eru t.d. upplýsingar um lífsmarkamælingar, lyf, starfsmenn, feril dvalar þinnar og svo framvegis. Nýtt Landspítala smáforrit verður einnig tekið til notkunar á brjóstamiðstöðinni fljótlega og verður það bylting í stafrænni upplýsingagjöf og öllu utanumhaldi fyrir einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. Hér er því sannarlega um að ræða tímamótaskref í heilsufarssögu Íslendinga og berum við öll miklar vonir og væntingar við áframhaldandi velgengni á þessu sviði og öllum öðrum sviðum heilbrigðismála. Með Willum Þór í forsvari heilbrigðismála á Íslandi erum við sannarlega á réttri leið. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun