Þrír íslenskir kappar í topp tíu í ofurhlaupi í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2022 22:27 Þorbergur ásamt þeim Þorsteini (fyrir miðju) og Snorra til hægri. Þorbergur Jónsson, Snorri Björnsson og Þorsteinn Roy urðu allir á meðal tíu efstu af um fimmtán hundruð keppendum í 59 kílómetra fjallahlaupi í Suður-Frakklandi í dag. Þorbergur hafnaði í öðru sæti í keppinni. Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins. Frakkland Hlaup Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins.
Frakkland Hlaup Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira