Þrír íslenskir kappar í topp tíu í ofurhlaupi í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2022 22:27 Þorbergur ásamt þeim Þorsteini (fyrir miðju) og Snorra til hægri. Þorbergur Jónsson, Snorri Björnsson og Þorsteinn Roy urðu allir á meðal tíu efstu af um fimmtán hundruð keppendum í 59 kílómetra fjallahlaupi í Suður-Frakklandi í dag. Þorbergur hafnaði í öðru sæti í keppinni. Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins. Frakkland Hlaup Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins.
Frakkland Hlaup Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira