Hætt í fótbolta til að huga að andlegri heilsu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 22:32 Clare Shine raðaði inn mörkum fyrir Glasgow City en hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna vandamála utan vallar. Ross MacDonald/Getty Images Hin írska Clare Shine, leikmaður Glasgow City, er hætt í fótbolta vegna andlegrar vanlíðan. Shine var hluti af liði liði Glasgow City sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2020. Hin 27 ára gamla Shine hefur lengi glímt við erfiðleika andlega og hefur verið opinská með baráttu sína við bakkus sem og að hafa reynt að taka eigið líf. Shine lék í 2-0 sigri Glasgow á Hearts um liðna helgi en hefur nú ákveðið að hún hefur nú ákveðið að hætta í fótbolta til að ná bata. „Ég hef gefið fótboltanum allt sem ég á undanfarin 22 ár, ég hef farið hátt upp og langt niður. Undanfarin ár hef ég átt erfitt með að uppfylla þær kröfur sem atvinnumennska krefst, bæði andlega og líkamlega. Því hef ég ákveðið að það sé kominn tími til að setja mig í fyrsta sæti og hætta í fótbolta,“ sagði Shine í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum sínum. Thank you for everything football pic.twitter.com/6ehDVDiWoU— Clare Shine (@ClareShine01) September 24, 2022 „Hamingja mín og andleg vellíðan verða að vera í fyrsta sæti og ég er spennt að hefja næsta kafla í lífi mínu,“ sagði hún einnig. Eileen Gleeson, þjálfari Glasgow City, hrósaði Shine í hástert. Hún er frábær „sendiherra fyrir land og þjóð“ og „innblástur fyrir marga.“ Alls skoraði Shine 70 mörk í 105 leikjum fyrir Glasgow City og hefur félagið staðfest að hún muni halda áfram að vinna fyrir góðgerðasamtök félagsins. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Hin 27 ára gamla Shine hefur lengi glímt við erfiðleika andlega og hefur verið opinská með baráttu sína við bakkus sem og að hafa reynt að taka eigið líf. Shine lék í 2-0 sigri Glasgow á Hearts um liðna helgi en hefur nú ákveðið að hún hefur nú ákveðið að hætta í fótbolta til að ná bata. „Ég hef gefið fótboltanum allt sem ég á undanfarin 22 ár, ég hef farið hátt upp og langt niður. Undanfarin ár hef ég átt erfitt með að uppfylla þær kröfur sem atvinnumennska krefst, bæði andlega og líkamlega. Því hef ég ákveðið að það sé kominn tími til að setja mig í fyrsta sæti og hætta í fótbolta,“ sagði Shine í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum sínum. Thank you for everything football pic.twitter.com/6ehDVDiWoU— Clare Shine (@ClareShine01) September 24, 2022 „Hamingja mín og andleg vellíðan verða að vera í fyrsta sæti og ég er spennt að hefja næsta kafla í lífi mínu,“ sagði hún einnig. Eileen Gleeson, þjálfari Glasgow City, hrósaði Shine í hástert. Hún er frábær „sendiherra fyrir land og þjóð“ og „innblástur fyrir marga.“ Alls skoraði Shine 70 mörk í 105 leikjum fyrir Glasgow City og hefur félagið staðfest að hún muni halda áfram að vinna fyrir góðgerðasamtök félagsins.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira