Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 16:01 Svæðið er orðið frekar hrörlegt. Vísir/Vilhelm Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. Bláskógabyggð segir ákvörðun sína, sem er um tveggja ára gömul, byggja á því að öryggismál á svæðinu séu ekki í lagi. Einkum það sem snúi að brunavörnum. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Hópur hjólhýsaeigenda, sem berst fyrir tilverurétti sínum fram í rauðan dauðann, fékk lögmann til þess að skoða málið og senda inn stjórnsýslukæru til ráðuneytisins. Ráðuneytið segir í svari sínu, sem birt er í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 21. september, að þegar hafi verið úrskurðað í málinu, í desember í fyrra. Stjórnarskrárbundinn réttur sveitarfélaga til að ráða málefnum sínum samkvæmt stjórnarskránni veiti Bláskógarbyggð svigrúm til að koma starfsemi hjólhýsasvæðisins í lögmætt horf. 27. Málefni hjólhýsasvæðis á Laugarvatni – 2004032 Afrit af bréfi Innviðaráðuneytisins, til tilkynnanda, dags. 12.09.2022,um að ráðuneytið telji ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins varðandi málefni hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni og að málinu sé lokið af hálfu ráðuneytisins. Bréfið var lagt fram. Það kemur fram sú niðurstaða innviðaráðuneytisins að ekki sé tilefni til að taka til skoðunar stjórnsýslu Bláskógabyggðar vegna þeirrar ákvörðunar að framlengja ekki samninga um hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Tilkynning ráðuneytisins kemur í kjölfar erindis einstaklings, dags. 30. ágúst s.l., varðandi meinta ólögmæta stjórnsýslu Bláskógabyggðar í málinu. Ráðuneytið vísar til þess að það hafi þegar gefið út álit, dags. 29. desember 2021, þess efnis að stjórnarskrárbundinn réttur sveitarfélaga til að ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, veiti sveitarfélaginu svigrúm til að koma starfsemi hjólhýsasvæðisins í lögmætt horf. Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Bláskógabyggð segir ákvörðun sína, sem er um tveggja ára gömul, byggja á því að öryggismál á svæðinu séu ekki í lagi. Einkum það sem snúi að brunavörnum. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Hópur hjólhýsaeigenda, sem berst fyrir tilverurétti sínum fram í rauðan dauðann, fékk lögmann til þess að skoða málið og senda inn stjórnsýslukæru til ráðuneytisins. Ráðuneytið segir í svari sínu, sem birt er í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 21. september, að þegar hafi verið úrskurðað í málinu, í desember í fyrra. Stjórnarskrárbundinn réttur sveitarfélaga til að ráða málefnum sínum samkvæmt stjórnarskránni veiti Bláskógarbyggð svigrúm til að koma starfsemi hjólhýsasvæðisins í lögmætt horf. 27. Málefni hjólhýsasvæðis á Laugarvatni – 2004032 Afrit af bréfi Innviðaráðuneytisins, til tilkynnanda, dags. 12.09.2022,um að ráðuneytið telji ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins varðandi málefni hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni og að málinu sé lokið af hálfu ráðuneytisins. Bréfið var lagt fram. Það kemur fram sú niðurstaða innviðaráðuneytisins að ekki sé tilefni til að taka til skoðunar stjórnsýslu Bláskógabyggðar vegna þeirrar ákvörðunar að framlengja ekki samninga um hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Tilkynning ráðuneytisins kemur í kjölfar erindis einstaklings, dags. 30. ágúst s.l., varðandi meinta ólögmæta stjórnsýslu Bláskógabyggðar í málinu. Ráðuneytið vísar til þess að það hafi þegar gefið út álit, dags. 29. desember 2021, þess efnis að stjórnarskrárbundinn réttur sveitarfélaga til að ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, veiti sveitarfélaginu svigrúm til að koma starfsemi hjólhýsasvæðisins í lögmætt horf.
27. Málefni hjólhýsasvæðis á Laugarvatni – 2004032 Afrit af bréfi Innviðaráðuneytisins, til tilkynnanda, dags. 12.09.2022,um að ráðuneytið telji ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins varðandi málefni hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni og að málinu sé lokið af hálfu ráðuneytisins. Bréfið var lagt fram. Það kemur fram sú niðurstaða innviðaráðuneytisins að ekki sé tilefni til að taka til skoðunar stjórnsýslu Bláskógabyggðar vegna þeirrar ákvörðunar að framlengja ekki samninga um hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Tilkynning ráðuneytisins kemur í kjölfar erindis einstaklings, dags. 30. ágúst s.l., varðandi meinta ólögmæta stjórnsýslu Bláskógabyggðar í málinu. Ráðuneytið vísar til þess að það hafi þegar gefið út álit, dags. 29. desember 2021, þess efnis að stjórnarskrárbundinn réttur sveitarfélaga til að ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, sbr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, veiti sveitarfélaginu svigrúm til að koma starfsemi hjólhýsasvæðisins í lögmætt horf.
Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira