Southgate eftir að enda á botni riðilsins: „Hafa vaxið sem lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 23:00 Gareth Southgate á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT England gerði 3-3 jafntefli í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Eftir að lenda 2-0 undir kom England til baka og skoraði óvænt þrjú mörk en fram að þessu hafði liðið aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir enska liðið hafa vaxið. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
„Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira